Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
Viðtal

Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Viðtal

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
„Hlökkum meira til Reykjavík Bear en til jólanna“
Viðtal

„Hlökk­um meira til Reykja­vík Be­ar en til jól­anna“

Gunn­ar Ver­mund og Pilu Arnoldi voru á bangsa­há­tíð­inni á Ís­landi ár­ið 2015 þeg­ar þeir urðu ást­fangn­ir. Upp­haf­lega kynnt­ust þeir á stefnu­móta­app­inu Grindr en voru fyrst um sinn bara vin­ir. Báð­ir hafa þeir upp­lif­að for­dóma frá heit­trú­uð­um ætt­ingj­um en hafa það gott í Dan­mörku. Þeg­ar þeir giftu sig voru þeir íklædd­ir þjóð­bún­ing­um heimalanda sinna, Græn­lands og Fær­eyja.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið undanfarið ár