Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda
Á unglingsárum fékk ég vinnu á bókalager Vöku-Helgafells fyrir jólin. Þar var eldri maður í bláum vinnusloppi sem prílaði eins og apaköttur upp himinháa bókarekka og tefldi þess á milli. Þarna voru líka tveir bræður, oft í eins fötum, sem aðstoðuðu hann við að moka bókum út í jólabókaflóðið: Kjartan Örn og Ragnar Helgi. Foreldrar þeirra ráku Vöku-Helgafell; Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður, og Elín Bergs, sem var svo smart í buxnadragt að mér fannst hún vera Marlene Dietrich.
Viðtal
3
„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen, sem var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, segir að margt bendi til að hún sé fórnarlamb mansals. Foreldrar hennar segja tilhugsunina um að hafa óafvitandi tekið þátt í mansali hryllilega, aldrei hafi hvarflað að þeim að börnunum hefði verið stolið. Þau vilja að yfirvöld skipi rannsóknarnefnd sem velti öllum steinum við.
ViðtalHamingjan
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Eva Hrund Einarsdóttir gekk á vegg fyrir mörgum árum en hún upplifði kulnun meðal annars vegna ofþjálfunar. Hún fékk alls konar hjálp til að komast yfir ástandið og endurheimta hamingjuna. „Helsti lærdómurinn var að læra að segja nei, að lifa í núinu, nýta tímann með þeim sem maður elskar sem og verja tímanum í hluti sem veita manni jákvæða orku.“
Viðtal
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Natasha S. er alin upp í Moskvu og menntaður blaðamaður. Hún kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan, dvaldi hér á landi um árabil og hélt því næst til Svíþjóðar þar sem hún bjó um skeið. Hún ritstýrði og átti verk í ljóðasafninu Pólifónía af erlendum uppruna, en ljóðin voru eftir fjórtán höfunda af erlendum uppruna, búsetta á Íslandi, og verkið þótti marka tímamót í íslenskum bókmenntum. Þegar stríðið braust út í Úkraínu byrjaði Natasha að skrifa – á íslensku. Og hlaut bókmenntaverðlun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Máltaka á stríðstímum.
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Fólkið í borginni
Þurfum við nokkuð meira?
„Veist þú hvernig við skilgreinum hamingju í okkar menningu?“ spyr Visvaldis blaðamanninn.
Viðtal
1
Ég fór að hugsa um sjálfa mig og sinna sjálfri mér betur
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur hefur upplifað hamingju og óhamingju. Gleði og sorgir. Hún upplifði meðal annars mikla óhamingju þegar hún var lögð í einelti í grunnskóla, þegar hún var í ofbeldissambandi og þegar hún flutti úr húsinu sínu í Vesturbænum þar sem svo margt hafði gerst. Elísabet fann aftur hamingjutilfinninguna með sínum leiðum.
Fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu er ósáttur við að íslensk stjórnvöld hafi ekki boðið fram aðstoð sína eftir að upp komst um framgöngu Samherja í landinu. Hann tapaði formannsslag og hætti í pólitík eftir umdeildar kosningar innan flokksins, þar sem grunur leikur á að peningar frá Samherja hafi verið notaðir til að greiða fyrir atkvæði.
ViðtalSamherjaskjölin
3
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, er sáttur við gang rannsóknarinnar hér á landi og segir að fátt geti komið í veg fyrir að málið endi með dómi. Hann gagnrýnir þó aðgerðarleysi yfirvalda við því þegar Samherjamenn hafa áreitt, njósnað um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í viðbrögðum Samherjafólks hafi þó komið honum á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðrum liðist.
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
Viðtal
Ferðalag Sjóns með verkfæratöskuna sína
Rithöfundurinn Sjón gaf nýlega út ritsafn með öllum bókunum sínum frá árinu 1978. Í viðtali við Stundina ræðir hann um ritsafnið og líf sitt sem skrifandi manns. „Og ég held að fólk hafi jafnvel haldið að ég myndi kannski ekkert halda áfram að skrifa skáldsögur eða hvað um mig yrði. Í sjálfu sér var ég ekki viss um það heldur sjálfur.“
ViðtalHamingjan
Fjallgöngur veita hamingju
Jóhanna Fríða Dalkvist segir að sér finnist að fólk geti ekki alltaf verið „sky high“; það sé ekki hamingjan að vera alltaf einhvers staðar á bleiku skýi. Hún segir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregðast við ef það finnur fyrir óhamingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlutina. Fjallgöngur hjálpuðu Jóhönnu Fríðu í kjölfar sambandsslita á sínum tíma og síðan hefur hún gengið mikið á fjöll og er meira að segja farin að vinna sem fararstjóri í aukavinnu.
Viðtal
3
„Við erum bara manneskjur, við eigum þetta ekki skilið“
Rússnesk hjón sem hafa beðið hér í hálft ár eftir að íslensk yfirvöld taki til greina stöðu þeirra sem hælisleitendur, virðast hafa beðið til einskis. Á sama tíma hangir möguleg fangelsisrefsing yfir höfði þeirra, fyrir það eitt að tjá sig með gagnrýnum hætti um stríðsrekstur Rússa Í Úkraínu.
ViðtalMartröðin á Júllanum
1
Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
Sjónvarpsviðtal við Arnar Gunnar Hilmarsson, skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, vakti mikla athygli fyrir tveimur árum. Hann lýsti þar nöturlegri mánaðarlangri sjóferð áhafnarinnar, veikri af Covid. Arnar sagði upp störfum í mótmælaskyni við framgöngu útgerðarinnar stuttu seinna. Hann segir nýjar upplýsingar styrkja sig í þeirri trú að áhöfnin hafi verið misnotuð af útgerðinni.
Viðtal
3
„Hér er maður frjálsari“
Sextán ára gömul flutti Valerie Ósk Elenudóttir hingað frá Úkraínu, ári á eftir móður sinni. Í nokkur ár eftir fráfall móður sinnar gat hún ekki rætt um andlát hennar, en þurfti að fullorðnast hratt. Hún ákvað að elta draumana, útskrifaðist úr leiklistarnámi fyrr á árinu og fram undan er hlutverk í alþjóðlegri bíómynd.
ViðtalHamingjan
Maður varð heill
Guðmundur Andri Thorsson segir að þegar eitthvað kemur upp á í lífinu verði maður bara að standa á fætur aftur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlutunum á jákvæðan hátt sé alltaf ákvörðun. Guðmundur Andri og eiginkona hans gátu ekki eignast barn og ákváðu því að ættleiða og eiga tvær uppkomnar dætur. Þegar hann hafi fengið eldri dótturina í fangið þá hafi hann orðið heill.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.