„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.
Vilja opna umræðuna um kynlífsvinnu á Íslandi
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Vilja opna um­ræð­una um kyn­lífs­vinnu á Ís­landi

Ósk Tryggva­dótt­ir og Ingólf­ur Val­ur Þrast­ar­son segj­ast hafa mætt mikl­um stuðn­ingi eft­ir að hafa opn­að sig um kyn­lífs­mynd­bönd sem þau selja á síð­unni On­lyF­ans. Í út­tekt Stund­ar­inn­ar á kyn­lífs­vinnu á Ís­landi er rætt við fræði­menn, lög­reglu og fólk sem hef­ur unn­ið í sam­fé­lagskim­an­um sem þögn hef­ur ríkt um.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Úttekt

Leynd­ar­mál Ró­berts Wessman og lyfja­verk­smiðj­an í Vatns­mýr­inni

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman, stofn­andi Al­vo­gen og Al­votech, boð­ar að fyr­ir­tæki hans geti skap­að um 20 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Ís­lands inn­an nokk­urra ára. Al­votech rek­ur lyfja­verk­smiðju á há­skóla­svæð­inu sem er und­ir­fjármögnð og hef­ur Ró­bert reynt að fá líf­eyr­is­sjóð­ina að rekstri henn­ar í mörg ár en án ár­ang­urs hing­að til. Rekstr­ar­kostn­að­ur Al­votech er um 1,3 millj­arð­ar á mán­uði. Sam­tím­is hef­ur Ró­bert stund­að það að kaupa um­fjall­an­ir um sig í er­lend­um fjöl­miðl­um og Har­vard-há­skóla til að styrkja ímynd sína og Al­vo­gen og Al­votech til að auka lík­urn­ar á því að fyr­ir­ætlan­ir hans er­lend­is og í Vatns­mýr­inni gangi upp.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Ábendingar um harðræði og ofbeldi þegar komnar fram árið 2000
ÚttektVarnarlaus börn á vistheimili

Ábend­ing­ar um harð­ræði og of­beldi þeg­ar komn­ar fram ár­ið 2000

Kvart­að var und­an fram­göngu Ingj­alds Arn­þórs­son­ar sem for­stöðu­manns Varp­holts og Lauga­lands strax ár­ið 2000 til Barna­vernd­ar­stofu. Um­boðs­mað­ur barna fékk fjölda ábend­inga um of­beldi og illa með­ferð á með­ferð­ar­heim­il­un­um ár­ið 2001, bæði frá stúlk­um sem þar dvöldu eða höfðu dval­ið og frá for­eldr­um. Svo virð­ist sem ásak­an­irn­ar sem voru sett­ar fram hafi lítt eða ekki ver­ið rann­sak­að­ar af hálfu Barna­vernd­ar­stofu. Ingj­ald­ur starf­aði sem for­stöðu­mað­ur Lauga­lands allt til árs­ins 2007 og hafn­ar ásök­un­um.

Mest lesið undanfarið ár