Félag Björgólfs Thors í Lúxemborg stærst í nýja miðbænum í Þorlákshöfn
Úttekt

Fé­lag Björgólfs Thors í Lúx­em­borg stærst í nýja mið­bæn­um í Þor­láks­höfn

Fé­lag í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar fjár­fest­is á verk­taka­fyr­ir­tæk­ið sem stend­ur að nýj­um mið­bæ í Þor­láks­höfn. Sam­komu­lag við fyr­ir­tæki Björgólfs Thors var keyrt í gegn­um stjórn­kerf­ið í Ölfusi af meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor og er skipu­lags­vinna nú í full­um gangi. Sveit­ar­stjórn­ar­menn í minni­hlut­an­um í Ölfusi eru gagn­rýn­ir á með­ferð máls­ins.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.
Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka
Úttekt

Grun­ur um að Ís­lend­ing­ar hafi ver­ið fórn­ar­lömb man­sals á Sri Lanka

Kona sem stýrði man­sals­hring á Sri Lanka sá um að finna börn fyr­ir sam­tök­in Ís­lenska ætt­leið­ingu á ní­unda ára­tugn­um. Hol­lensk­ur tengi­lið­ur sam­tak­anna kom á sam­bandi við kon­una en fyr­ir­tæki hans er sagt hafa tek­ið þátt í man­sali á börn­um. „Ég fékk hroll þeg­ar frétt­ir af þessu bár­ust á dög­un­um og ég næ hon­um ekki úr mér.“ seg­ir Engil­bert Val­garðs­son sem var formað­ur Ís­lenskr­ar ætt­leið­ing­ar á þess­um tíma.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Væntingar um kolefnisjöfnun seld sem skyndilausn
Úttekt

Vænt­ing­ar um kol­efnis­jöfn­un seld sem skyndi­lausn

Kol­efnis­jöfn­un sem seld er neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um og sögð virka sam­stund­is, ger­ir það alls ekki. Vot­lend­is­sjóð­ur tek­ur sér átta ár að upp­fylla lof­orð­ið en Kol­við­ur hálfa öld. Þess­um stað­reynd­um er þó lít­ið flagg­að og ger­ir full­yrð­ing­ar um að þeg­ar hafi hundruð þús­und tonna af kol­efni ver­ið bund­ið í besta falli hæpn­ar.
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
ÚttektHúsnæðismál

Hvernig hús­næð­is­lán velja þing­menn?: Óverð­tryggð lán mest áber­andi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.
„Enn í þessum helvítis túr“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Enn í þess­um hel­vít­is túr“

Þrír fyrr­ver­andi skip­verja af Júlí­usi Geir­munds­syni und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur út­gerð og skip­stjóra vegna af­leið­inga Covid-smits og veik­inda sem fengu að grass­era um borð haust­ið 2020. Þeir glíma enn við eftir­köst­in. Út­gerð­in sögð hafa slopp­ið bil­l­ega og skip­stjór­inn tek­ið á sig sök­ina eft­ir að hafa sagt skip­verj­um að hann hafi ekki ráð­ið för.
„Þeir lugu að okkur í mánuð“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Þeir lugu að okk­ur í mán­uð“

Tveim­ur ár­um eft­ir al­ræmd­an Covid-túr frysti­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS glíma marg­ir úr áhöfn­inni enn við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Lög­reglu­skýrsl­ur, sjó­próf og sam­töl Stund­ar­inn­ar við fjölda skip­verja varpa ljósi á hvernig áhöfn­inni var ít­rek­að sagt ósatt með þeim af­leið­ing­um að mun fleiri veikt­ust. Gögn­in vekja líka spurn­ing­ar um hvers vegna dag­leg og ít­ar­leg sam­skipti skip­stjór­ans við út­gerð­ina voru ekki rann­sök­uð frek­ar.
Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar
ÚttektFjárlagafrumvarp 2023

Hærri skatt­ur á vist­væna bíla er helsta breyt­ing­in í nýj­um fjár­lög­um stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir sagð­ist „setja lofts­lags­mál í for­gang“ en mesta breyt­ing­in á skatt­heimtu í nýju fjár­laga­frum­varpi er skatta­hækk­un á vist­væna bíla. Á þessu ári hafa ver­ið flutt­ir inn ör­lít­ið fleiri dísil­bíl­ar en raf­bíl­ar. Framund­an eru veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla.
Milljóna prófkjörsbarátta, en hvaðan koma peningarnir?
Úttekt

Millj­óna próf­kjörs­bar­átta, en hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Fjár­fest­ar og fast­eigna­mó­gúl­ar eru lík­leg­ast­ir til að styrkja borg­ar­stjórn­ar­fram­bjóð­end­ur. Þetta sýn­ir grein­ing Stund­ar­inn­ar á þeim styrkj­um sem veitt­ir voru til fram­bjóð­enda í próf­kjör­um fyr­ir síð­ustu kosn­ing­ar. Að­eins fram­bjóð­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og einn fram­bjóð­andi Við­reisn­ar ráku kosn­inga­bar­áttu sem kostaði meira en 550 þús­und.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu