Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka

Kona sem stýrði man­sals­hring á Sri Lanka sá um að finna börn fyr­ir sam­tök­in Ís­lenska ætt­leið­ingu á ní­unda ára­tugn­um. Hol­lensk­ur tengi­lið­ur sam­tak­anna kom á sam­bandi við kon­una en fyr­ir­tæki hans er sagt hafa tek­ið þátt í man­sali á börn­um. „Ég fékk hroll þeg­ar frétt­ir af þessu bár­ust á dög­un­um og ég næ hon­um ekki úr mér.“ seg­ir Engil­bert Val­garðs­son sem var formað­ur Ís­lenskr­ar ætt­leið­ing­ar á þess­um tíma.

Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka
Leynileg upptaka Í hollenskri heimildarmynd um ættleiðingar frá Sri Lanka á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru birt myndskeið úr húsnæði þar sem ættleiðingar fóru fram.

Ættleiðingar á börnum frá Sri Lanka til Íslands voru stöðvaðar í lok mars árið 1986 eftir að hjón sem höfðu ættleidd barn þar létu dómsmálaráðuneytið vita að pappírar sem fylgdu barninu væru hugsanlega falsaðir. Þá höfðu á níunda tug barna þegar verið ættleidd til Íslands frá Sri Lanka. Undanfarin sex ár hefur verið að koma í ljós að umfangsmikil sala á börnum átti sér stað á þessum tíma í Sri Lanka. Erlendir fræðimenn og blaðamenn hafa rannsakað málið og komist að því að um var að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Fyrirtæki Hollendingsins Dammas Hordijk, sem var tengiliður Íslands í ættleiðingarmálum á Sri Lanka, er sagt hafa tekið þátt í mansali á börnum og verið í viðskiptasambandi við konu sem sögð var standa fyrir umfangsmiklu barnamansali. 

Málið komst í hámæli hér á landi eftir að umfjöllun um fölsuð ættleiðingargögn barna sem ættleidd höfðu verið frá Sri Lanka til Íslands, …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár