Segist ekki samþykkja kaup Landsbankans á TM nema bankinn verði einkavæddur
Greining

Seg­ist ekki sam­þykkja kaup Lands­bank­ans á TM nema bank­inn verði einka­vædd­ur

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að rík­is­fyr­ir­tæki eigi ekki að kaupa trygg­inga­fé­lag. Hún ætl­ar að óska skýr­inga frá Banka­sýslu rík­is­ins, stofn­un sem var sett á fót til að koma í veg fyr­ir að stjórn­mála­menn skiptu sér af rekstri rík­is­banka, á kaup­um Lands­bank­ans á TM. Sam­kvæmt eig­enda­stefnu má ekki selja hluti í Lands­bank­an­um fyrr en allt hluta­fé í Ís­lands­banka hef­ur ver­ið selt.
Skólamáltíðir færðu Vinstri grænum langþráðan pólitískan stórsigur
Greining

Skóla­mál­tíð­ir færðu Vinstri græn­um lang­þráð­an póli­tísk­an stór­sig­ur

Tveir þriðju hlut­ar þeirra kjara­bóta sem fást á fyrsta ári eft­ir gildis­töku ný­lega gerðra kjara­samn­inga koma frá hinu op­in­bera, og þriðj­ung­ur úr at­vinnu­líf­inu. Sam­hliða eru stig­in stór skref í átt að því að end­ur­reisa milli­færslu­kerfi sem leynt og ljóst hef­ur ver­ið reynt að leggja nið­ur á síð­asta ára­tug. Sam­komu­lag­ið er sig­ur fyr­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem hef­ur lagt mik­ið á sig til að landa hon­um.
Seðlabankinn segir bönkum að stilla arðgreiðslum og endurkaupum í hóf
Greining

Seðla­bank­inn seg­ir bönk­um að stilla arð­greiðsl­um og end­ur­kaup­um í hóf

Arð­semi ís­lenskra banka er meiri en evr­ópskra og vöxt­ur henn­ar var fyrst og síð­ast til­kom­inn vegna auk­ins hagn­að­ar af því að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki um vexti. Við­bú­ið er að mik­ill vaxtamun­ur muni aukast á þessu ári, en lík­legt er að út­lána­töp muni aukast á næst­unni þeg­ar fólk hætt­ir að borga af lán­um sem það ræð­ur ekki leng­ur við.
Helmingi færri flóttamenn og ný spá gerir ráð fyrir 6,2 milljarða lægri kostnaði
Greining

Helm­ingi færri flótta­menn og ný spá ger­ir ráð fyr­ir 6,2 millj­arða lægri kostn­aði

Mik­il breyt­ing hef­ur orð­ið á fjölda þeirra sem sækja um vernd hér­lend­is á síð­ustu mán­uð­um. Þeim hef­ur fækk­að hratt og ný spá fé­lags- og vinnu­mála­ráðu­neyt­is­ins ger­ir ráð fyr­ir að um­sókn­um geti fækk­að um rúm­an helm­ing milli ára. Það myndi lækka kostn­að­inn vegna þjón­ustu við flótta­fólk um marga millj­arða.
Tuttugu forstjórastólar kostuðu tvo milljarða í fyrra
Greining

Tutt­ugu for­stjóra­stól­ar kost­uðu tvo millj­arða í fyrra

Laun for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Ís­landi eru marg­falt hærri en laun flestra annarra á Ís­landi. Það er rök­stutt með því að störf­un­um fylgi mik­il ábyrgð og það eigi að end­ur­spegl­ast í góð­um launa­kjör­um. Þrátt fyr­ir að virði margra fé­laga í Kaup­höll hafi lækk­að á síð­ustu tveim­ur ár­um hafa laun for­stjóra hald­ið áfram að hækka og nýj­ar leið­ir til að bæta við þau hafa fall­ið til. Auk grunn­launa og greiðslna í líf­eyr­is­sjóð geta þau ver­ið sam­an­sett úr ár­ang­ur­s­tengd­um greiðsl­um, kaupauk­um, kauprétt­um og jafn­vel „keypt­um starfs­rétt­ind­um“. Þá kost­uðu gulln­ar fall­hlíf­ar fyr­ir brottrekna for­stjóra skráð fé­lög í Kaup­höll mörg hundruð millj­ón­ir króna á síð­asta ári.
Orkuveitan ætlar kannski að greiða eigendum sínum sex milljarða í arð
Greining

Orku­veit­an ætl­ar kannski að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða í arð

Ef Orku­veit­unni tekst að finna kaup­end­ur að nýju hluta­fé í Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix þá ætl­ar hún að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða króna í arð. Stærst­ur hluti fer til stærsta eig­and­ans, Reykja­vík­ur­borg­ar. Ef það tekst ekki mun arð­greiðsl­an lækka um tvo millj­arða króna og Orku­veit­an auka hluta­fé sitt í Ljós­leið­ar­an­um.
Sagan hverfur með skáldum sem láta lífið í árásum Ísraela
Greining

Sag­an hverf­ur með skáld­um sem láta líf­ið í árás­um Ísra­ela

Í máls­höfð­un Suð­ur- Afr­íku gegn Ísra­el fyr­ir þjóð­armorð er sér­stak­lega far­ið yf­ir það hvaða áhrif það hef­ur á palestínsku þjóð­ina að Ísra­els­her hef­ur drep­ið þá sem hafa skrá­sett sögu þjóð­ar­inn­ar og arf henn­ar. Með því að drepa skáld­in, blaða­menn­ina, lista­menn­ina, fræða­fólk­ið, vís­inda­menn­ina er her­inn að drepa palestínska sögu­menn og sögu þeirra.
Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi
Greining

Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi

Sama dag og Vinstri græn héldu flokks­ráðs­fund birt­ist könn­un sem sýndi að flokk­ur­inn myndi falla af þingi. Á fund­in­um voru sam­þykkt­ar álykt­an­ir þar sem ýms­ir mála­flokk­ar, stýrt af sam­starfs­flokk­um Vinstri grænna í rík­is­stjórn, voru harð­lega gagn­rýnd­ir, stuðn­ingi lýst við fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur og göm­ul stefnu­mál sett aft­ur á odd­inn.

Mest lesið undanfarið ár