Tuttugu forstjórastólar kostuðu tvo milljarða í fyrra
Greining

Tutt­ugu for­stjóra­stól­ar kost­uðu tvo millj­arða í fyrra

Laun for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Ís­landi eru marg­falt hærri en laun flestra annarra á Ís­landi. Það er rök­stutt með því að störf­un­um fylgi mik­il ábyrgð og það eigi að end­ur­spegl­ast í góð­um launa­kjör­um. Þrátt fyr­ir að virði margra fé­laga í Kaup­höll hafi lækk­að á síð­ustu tveim­ur ár­um hafa laun for­stjóra hald­ið áfram að hækka og nýj­ar leið­ir til að bæta við þau hafa fall­ið til. Auk grunn­launa og greiðslna í líf­eyr­is­sjóð geta þau ver­ið sam­an­sett úr ár­ang­ur­s­tengd­um greiðsl­um, kaupauk­um, kauprétt­um og jafn­vel „keypt­um starfs­rétt­ind­um“. Þá kost­uðu gulln­ar fall­hlíf­ar fyr­ir brottrekna for­stjóra skráð fé­lög í Kaup­höll mörg hundruð millj­ón­ir króna á síð­asta ári.
Orkuveitan ætlar kannski að greiða eigendum sínum sex milljarða í arð
Greining

Orku­veit­an ætl­ar kannski að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða í arð

Ef Orku­veit­unni tekst að finna kaup­end­ur að nýju hluta­fé í Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix þá ætl­ar hún að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða króna í arð. Stærst­ur hluti fer til stærsta eig­and­ans, Reykja­vík­ur­borg­ar. Ef það tekst ekki mun arð­greiðsl­an lækka um tvo millj­arða króna og Orku­veit­an auka hluta­fé sitt í Ljós­leið­ar­an­um.
Sagan hverfur með skáldum sem láta lífið í árásum Ísraela
Greining

Sag­an hverf­ur með skáld­um sem láta líf­ið í árás­um Ísra­ela

Í máls­höfð­un Suð­ur- Afr­íku gegn Ísra­el fyr­ir þjóð­armorð er sér­stak­lega far­ið yf­ir það hvaða áhrif það hef­ur á palestínsku þjóð­ina að Ísra­els­her hef­ur drep­ið þá sem hafa skrá­sett sögu þjóð­ar­inn­ar og arf henn­ar. Með því að drepa skáld­in, blaða­menn­ina, lista­menn­ina, fræða­fólk­ið, vís­inda­menn­ina er her­inn að drepa palestínska sögu­menn og sögu þeirra.
Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi
Greining

Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi

Sama dag og Vinstri græn héldu flokks­ráðs­fund birt­ist könn­un sem sýndi að flokk­ur­inn myndi falla af þingi. Á fund­in­um voru sam­þykkt­ar álykt­an­ir þar sem ýms­ir mála­flokk­ar, stýrt af sam­starfs­flokk­um Vinstri grænna í rík­is­stjórn, voru harð­lega gagn­rýnd­ir, stuðn­ingi lýst við fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur og göm­ul stefnu­mál sett aft­ur á odd­inn.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Stjórnvöld breyta frumvarpi um uppkaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga
Greining

Stjórn­völd breyta frum­varpi um upp­kaup á íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga

Tek­ið hef­ur ver­ið til­lit til sumra þeirra at­huga­semda sem íbú­ar Grinda­vík­ur gerðu við frum­varp um upp­kaup á hús­næði þeirra, en alls ekki allra. Stjórn­völd telja að það eig­ið fé sem Grind­vík­ing­um býðst að fá sé vel nægj­an­legt „til þess að ein­stak­ling­ar geti al­mennt keypt íbúð til eig­in nota sem er í meg­in­drátt­um af sam­bæri­leg­um gæð­um og sú íbúð sem þeir eiga nú í Grinda­vík.“
Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja fram fjölmiðlafrumvarp til höfuðs stefnu ráðherra
Greining

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks leggja fram fjöl­miðla­frum­varp til höf­uðs stefnu ráð­herra

Níu þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks vilja gjör­breyta rekstri RÚV, gera mið­il­inn aft­ur að rík­is­stofn­un og draga veru­lega úr um­svif­um hans á aug­lýs­inga­mark­aði. Sam­hliða vilja þeir af­nema styrkja­kerfi fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla en inn­leiða skattaí­viln­an­ir sem munu fyrst og síð­ast auka stuðn­ing við stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu