Svar við spurningum Bjarna: Án frjálsrar blaðamennsku þrífst ekkert lýðræði
Fréttir

Svar við spurn­ing­um Bjarna: Án frjálsr­ar blaða­mennsku þrífst ekk­ert lýð­ræði

Laga­leg sér­staða blaða- og frétta­manna í störf­um sín­um ætti að vera skýr sam­kvæmt Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands og Fé­lagi frétta­manna, sem segja sér ljúft og skylt að svara spurn­ing­um sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra varp­aði fram í gær varð­andi stöðu blaða­manna sem fá rétt­ar­stöðu sak­born­ings.
Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Fréttir

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri boð­ar blaða­menn í yf­ir­heyrslu

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur frá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er á leið til Reykja­vík­ur til að yf­ir­heyra blaða­menn vegna um­fjöll­un­ar þeirra um að­ferð­ir svo­kall­aðr­ar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sem rægði blaða­menn. Lög­regl­an veit­ir blaða­manni Stund­ar­inn­ar stöðu grun­aðs manns og tel­ur um­fjöll­un­ina hegn­ing­ar­laga­brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins sem varð­ar allt að eins árs fang­elsi.
Þorsteinn Már segir ný gögn og vitni til staðar í Seðlabankamálinu
FréttirSamherjamálið

Þor­steinn Már seg­ir ný gögn og vitni til stað­ar í Seðla­banka­mál­inu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir ný gögn liggja fyr­ir í skaða­bóta­máli sínu gegn Seðla­bank­an­um. Áfrýj­un Seðla­banka Ís­lands í máli hans var tek­in til með­ferð­ar í Lands­rétti dag en for­stjór­inn hafði bet­ur í hér­aði. „Ég held að þú hljót­ir að gera þér grein fyr­ir því að ég vil ekki tala við þig,“ sagði hann við Stund­ina í Lands­rétti í dag.
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir 300 til 400 þús­und eld­islaxa hafa drep­ist í Dýra­firði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.
Kvenfyrirlitningin er bensínið
FréttirStafræn kynferðisbrot

Kven­fyr­ir­litn­ing­in er bens­ín­ið

María Rún Bjarna­dótt­ir, verk­efna­stjóri gegn sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að sta­f­ræn­um kyn­ferð­isof­beld­is­brot­um fari fjölg­andi á Ís­landi. Með nýrri lög­gjöf sem var sam­þykkt ár­ið 2021 voru slík brot gerð refsi­verð en sam­kvæmt henni geta hvorki lög­in né lög­regl­an kom­ið í veg fyr­ir að að baki þeim búi rót­gró­in kven­fyr­ir­litn­ing sem sam­fé­lag­ið í heild sinni þurfi að tak­ast á við.
Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
FréttirBaráttan um Eflingu

Hvað gerð­ist á skrif­stofu Efl­ing­ar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
FréttirLaxeldi

Ljós­mynd­ir sýna stór­felld­an laxa­dauða hjá Arctic Fish á Þing­eyri

Mynd­ir sem tekn­ar voru á Þing­eyri í gær sýna laxa­dauð­ann sem fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish glím­ir við þar í kjöl­far veð­urs­ins sem geis­að hef­ur á Vest­fjörð­um. Fjöl­mörg kör af mis­mun­andi illa förn­um og sund­ur­tætt­um eld­islaxi eru tæmd í norskt skip sem vinn­ur dýra­fóð­ur úr eld­islax­in­um. Arctic Fish hef­ur sagt að laxa­dauð­inn í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins kunni að nema 3 pró­sent­um en ljóst er að hann er miklu meiri en það.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu