Ekki full sátt um „forvarnagjaldið“ á Alþingi
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ekki full sátt um „for­varna­gjald­ið“ á Al­þingi

Nokkr­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn segj­ast mót­falln­ir því að nýju „for­varna­gjaldi“ verði bætt við skatt­lagn­ingu af hús­eign­um til að fjár­magna varn­ar­mann­virki vegna hraun­vár. Slíkt gjald yrði 8.000 krón­ur á ári af fast­eign sem er með bruna­bóta­mat upp á 100 millj­ón­ir króna. Bú­ist er við því að frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesskaga verði að lög­um í kvöld.
Sundurskornir vegir í Grindavík
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Sund­ur­skorn­ir veg­ir í Grinda­vík

Eins og sjá má á mynd­skeiði frá ljós­mynd­ara Heim­ild­ar­inn­ar ligg­ur sprunga yf­ir veg­inn til móts við lög­reglu­stöð­ina í Grinda­vík. Fyrr í dag barst til­kynn­ing frá Vega­gerð­inni um að björg­un­ar­sveit­ir og aðr­ir við­brags­að­il­ar munu ekki geta not­að Nes­veg fyrr en gert verð­ur við veg­inn. Mikl­ar skemmd­ir eru á veg­in­um til móts við golf­völl­inn í Grinda­vík.
Kvartanir  frá erlendum starfsmönnum Arctic Adventures hrannast upp
FréttirKjarabrot í ferðaþjónustunni

Kvart­an­ir frá er­lend­um starfs­mönn­um Arctic Advent­ur­es hrann­ast upp

Mað­ur frá Arg­entínu sem starf­aði hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Arctic And­vent­ur­es seg­ir að fyr­ir­tæk­ið komi fram við er­lent starfs­fólk eins og „skít“. Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru heilt yf­ir stærstu hlut­haf­ar Arctic ásamt fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu Stoð­um. Um tutt­ugu kjara­brota­mál vegna Arctic Advent­ur­es eru nú á borði Leið­sagn­ar, stétt­ar­fé­lags leið­sögu­manna.
„Enginn sem ekki var þarna getur sett sig í þessi spor“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Eng­inn sem ekki var þarna get­ur sett sig í þessi spor“

Íbú­ar Þor­kötlustaða­hverf­is föðm­uð­ust inni­lega þeg­ar þeir hitt­ust á safn­svæðnu við Fagra­dals­fjall, eft­ir að þeir fengu að fara heim til að sækja nauð­synj­ar. „Það eru auð­vit­að all­ir í sjokki,“ seg­ir Sól­veig Jóns­dótt­ir, einn íbú­anna. Með henni í bíl var eldri mað­ur sem leit­aði að kett­in­um sín­um án ár­ang­urs.

Mest lesið undanfarið ár