Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda
Fréttir

Stefnu- og for­ystu­leysi and­spæn­is versn­andi ópíóíða­vanda

Sam­kvæmt nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar rík­ir al­gjört stefnu- og for­ystu­leysi með­al stjórn­valda gagn­vart ópíóíðafar­aldr­in­um sem nú geis­ar hér á landi. Ekk­ert ráðu­neyti hef­ur tek­ið for­ystu í mála­flokkn­um. Eng­in skýr stefna eða að­gerðaráætl­un ligg­ur fyr­ir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli tak­ast á við ópíóíðafíkn og fíkni­vanda al­mennt.
Safna páskaeggjum fyrir fátækar fjölskyldur
Fréttir

Safna páska­eggj­um fyr­ir fá­tæk­ar fjöl­skyld­ur

Formað­ur og vara­formað­ur Hjálp­ar­kokka þekkja það sjálf­ar af eig­in raun að lifa við fá­tækt og hvað það get­ur ver­ið erfitt að biðja um að­stoð. Fé­lag­ið stend­ur nú fyr­ir söfn­un páska­eggja fyr­ir fá­tæk­ar fjöl­skyld­ur. „Við þekkj­um það að for­eldr­ar sem að búa í fá­tækt hafa ekki alltaf efni á því að gefa börn­un­um sín­um páska­egg.“
„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram“
Fréttir

„Bankafarsi rík­is­stjórn­ar­inn­ar held­ur áfram“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar voru harð­orð­ir í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og um­sjón henn­ar með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins á Al­þingi í dag. Vöktu þing­menn máls á ný­leg­um frétt­um af kaup­um Lands­bank­ans á Trygg­inga­mið­stöð­inni og við­brögð­um fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í kjöl­far­ið. En ráð­herra sagð­ist vera mót­fall­in við­skipt­un­um og sagði þau ekki í takti við eig­enda­stefnu rík­is­ins.
Segir enga óeiningu ríkja um eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar
Viðskipti

Seg­ir enga óein­ingu ríkja um eig­enda­stefnu rík­is­ins og stjórn­arsátt­mála rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að eng­in óein­ing ríki inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kaup á trygg­inga­fé­lagi komi hvergi fram í eig­end­stefnu rík­is­ins eða stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Óljóst er hins veg­ar hver af­staða ráð­herra er gagn­vart mögu­leg­um við­brögð­um við kaup­um Lands­bank­ans á TM.
Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið undanfarið ár