Nýtt efni

Endurfundir Trumps og Pútíns komnir á ís
Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna vildu hittast í Búdapest til að ræða Úkraínustríðið. Hindranir reyndust vera í veginum.

Átök við hótel hælisleitenda
Þúsund manns gerðu aðsúg eftir að hælisleitandi var ákærður fyrir kynferðisbrot.

„Mikilvægt að verja alþjóðalög“
Íslendingar og Grænlendingar undirrita samstarfsyfirlýsingu á tímum vaxandi spennu. Enn er búist við því að Trump hafi áhuga á að innlima Grænland í Bandaríkin.

Rósa krefst svara um af hverju RÚV segir ekki frétt
Rósa Guðbjartsdóttirr krafðist úr pontu Alþingis í dag þess að RÚV skýrði af hverju ekki hefði verið fjallað um sýknudóm yfir Steinþóri Gunnarssyni, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans. Atburðarásin sem á endanum varð til þess að mál hans var tekið upp að nýju hófst á frétt RÚV.

Matvælastofnun varar við eftir að barn fékk skrúfu í pylsu
SS-pylsur innkallaðar eftir „aðskotahlut“ í pylsu.

Áfram lækkar verðmæti Sýnar
Virði fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar hefur lækkað um nærri tvo milljarða króna á síðustu dögum. Fyrirtækið sér fram á mun minni rekstrarhagnað en í fyrri áætlunum.

Uppljóstrari úr Trump-stjórninni „sjokkeraður“ og segir réttarríkinu ógnað
Dómsmálaráðuneyti Trump-stjórnarinnar segir ósatt fyrir dómi og ákveður meðvitað að hunsa niðurstöðu dómstóla, segir uppljóstrari sem var rekinn fyrir að neita að ljúga.

Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði.
Umsjón að þessu sinni hafa Auður Viðarsdóttir doktorsnemi og Kristinn Schram dósent í þjóðfræði. Hljóðjöfnun: Egill Viðarsson.

Trump sker niður verkefni Climeworks í Bandaríkjunum
Verkefni Climeworks sem átti að fá hálfan milljarð dala í fjármagn frá bandarískum yfirvöldum, hefur verið slegið af samkvæmt fregnum þar í landi.

Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgað um sextíu prósent
Heildarfjöldi tilkynninga til barnaverndar og lögreglu um ofbeldi hefur aukist um sextíu prósent síðan 2018. Samtímis hefur vitundavakning orðið í samfélaginu. Tilkynningum um líkamlegt ofbeldi hefur fjölgað en tilkynningum um kynferðisofbeldi hefur fækkað. Stytta þarf biðlista fyrir sértæk úrræði.

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
Í bókinni Mamma og ég, segir Kolbeinn Þorsteinsson frá sambandi sínu við móður sína, Ástu Sigurðardóttur rithöfund. Á uppvaxtarárunum þvældist Kolbeinn á milli heimila, með eða án móður sinnar, sem glímdi við illskiljanleg veikindi fyrir lítið barn. Níu ára gamall sat hann jarðarför móður sinnar og áttaði sig á því að draumurinn yrði aldrei að veruleika – draumurinn um að fara aftur heim.

Sýn vill að skemmtiefni og íþróttir verði skilgreint sem menningarframlag
Ríkið vill skattleggja streymisveitur til að styðja við innlenda dagskrárgerð. Fjölmiðlafélagið Sýn telur sig falla utan við skilgreiningu á menningarframlagi.


Nanna Rögnvaldardóttir
Að verða fimm ára aftur
Nönnu Rögnvaldardóttur rithöfundi finnst hún stundum fátt markvert hafa lært eftir að hún varð fimm ára, en þá lærði hún að lesa.