Nýtt efni

Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima
Stefán Einar Stefánsson, stjórnandi Spursmála, segir ranglega að myndbönd af hópum múslima sýni þá reyna að trufla jólamarkaði, „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meirihluta hverjir það eru sem ráða“. Staðreyndavakt erlendra fjölmiðla staðfestir að þetta sé rangt og myndböndin tekin úr samhengi.

Magga Stína um Eurovision ákvörðunina: „Í hvaða leikriti erum við stödd?“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision í ár hafi ekki áhrif á samskipti Íslands og Ísrael. Tónlistarkonan Magga Stína gagnrýnir málflutninginn.

Rannsóknarskýrsla um snjóflóðið í Súðavík birt á mánudag
Rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um snjóflóðið sem féll í Súðavík í janúar árið 1995 skilar skýrslu sinni til þingsins á mánudag. Hún verður gerð opinber í kjölfarið.

Varaformaður Miðflokksins vill skoða úrsögn úr EES
Hagsmunum Íslands er betur borgið utan EES-samstarfsins ef við „missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum“ að mati Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar segir Íslendingar missa við það rétt sinn til búsetu í Evrópu og að „hræðsla Miðflokksins“ gangi gegn íslenskum hagsmunum.

Hafa „selt“ myllumerki fyrir meira 12 milljónir
Ungur maður sem hefur vakið athygli fyrir að selja Íslendingum gervigreindarnámskeið, býður nú upp á að „kaupa“ myllumerki á samfélagsmiðlum. Hann fullyrðir að hann hafi selt merki fyrir hátt í þrettán milljónir króna.

Eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á uppbyggingunni við Skaftafell
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, segir ásýnd þjóðgarðsins skipta máli og að það sé eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á uppbyggingunni í Skaftafelli. Flestum sjónarmiðum þjóðgarðsins hafi þegar verið komið á framfæri.

Machado úr felum og heitir því að binda enda á „harðstjórn“ í Venesúela
„Ég kom til að taka við verðlaununum fyrir hönd venesúelsku þjóðarinnar og ég mun fara með þau aftur til Venesúela þegar rétti tíminn kemur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn María Corina Machado í morgun. Óvíst var hvort hún myndi ferðast til Óslóar til að taka við verðlaununum en hún hefur verið í felum síðan í janúar.

Baggalútar fá 429 þúsund hver
Fyrirtækið sem heldur utan um hljómsveitina Baggalút átti meira en hundrað milljóna króna eignir í lok síðasta árs. Stærstur hluti þeirra eigna eru peningar á bankabók.

Ræða sameiginlegt framboð í Reykjavík
Vinstri græn í Reykjavík funda eftir áramót um hvernig valið verði á framboðslista. Enn er rætt um möguleikann á sameiginlegu framboði með öðrum vinstri flokkum. Píratar funda um framboðsmál á laugardag en Sanna Magdalena Mörtudóttir gefur enn ekkert upp um hvar hún fer fram.

Hertók olíuskip við Venesúela og segir „fleira að gerast“
„Þið munuð sjá það síðar,“ segir Bandaríkjaforseti og boðar fleira í aðsigi eftir hafa hertekið stórt olíuskip við Venesúela.

Útvarpsstjóri: „Enginn friður eða gleði í tengslum við þessa keppni“
Útvarpsstjóri segir að sniðganga Íslands á Eurovision hafi verið tekin á dagskrárlegum forsendum. Keppnin verður þó enn send út. Stjórnarformaður RÚV fagnar ákvörðuninni en segir „alls ekki“ hafa verið einhug innan stjórnarinnar um hana.













