Nýtt efni

Fyrrverandi stjóri NATO: Tímabært að hætta að smjaðra fyrir Trump
Það eina sem Trump virðir er afl, styrkur og eining, segir Anders Fogh Rasmussen.

„Við vitum ekkert hvað gerist næst”
Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, táraðist á flugvellinum í Nuuk þegar landsmenn fögnuðu henni eftir erfið fundarhöld til að bjarga fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar.

Össur kallar Sigmar „mannfjanda“ í deilu um utanríkisstefnu Íslands
Deilt er um það í íslenskum stjórnmálum hvort Íslandi eigi að halla sér að Evrópusambandinu eða Bandaríkjunum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, reiddist þingmanni Viðreisnar vegna meintra aldursfordóma í ummælum um Ólaf Ragnar Grímsson, sem bendir vestur um haf.

Stendur með Grænlandi og lýsir nýrri heimsskipan
Þjóðarleiðtogar rísa upp gegn yfirgangi Trumps. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, skilgreinir nýja heimsskipan og hvernig brjótast megi undan undirokun stórveldanna.

Eldræða Macrons: Bandaríkin reyna að undiroka Evrópu
Frakklandsforseti segist „kjósa virðingu fram yfir yfirgangsseggi“.

Þingmaður segir Ólaf Ragnar hafa gefið stefnu Viðreisnar falleinkunn
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hafi gefið utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn. Forsetinn fyrrverandi ráðlagði í gær íslenskum stjórnvöldum að láta lítið fyrir sér fara meðan Bandaríkin reyni að taka yfir Grænland og innlima það í sitt landsvæði.

Grænlendingar stofna samhæfingarhóp vegna hernaðarógnar frá Bandaríkjunum
Landsstjórn Grænlands býr sig undir það versta vegna þess að Bandaríkin útiloka ekki hernaðaraðgerðir til að yfirtaka landið.

Hlakkar í Rússum yfir ásælni Trumps
Rússar taka enga afstöðu gegn tilraunum Bandaríkjanna til að taka yfir Grænland. Pútín hefur eggjað Trump áfram.

Ráðgjöf Ólafs Ragnars: Liggjum lágt og leitum ásjár Bandaríkjanna
Realismi og tækifærishyggja Ólafs Ragnars Grímssonar kveður á að Ísland eigi að láta lítið fyrir sér fara meðan Grænlandi er ógnað. Heimurinn sé breyttur. Hann vill „rækta sambandið“ við stjórnvöld í Bandaríkjunum.


Sara Björg Sigurðardóttir
Fleiri bekki, borð og viljandi villt svæði fyrir samveru
Meinsemd 21. aldar, einmannaleikinn bankar upp á hjá öllum kynslóðum. Bekkir og borð laða ekki bara að sér meira mannlíf heldur geta líka ýtt undir útivist og hreyfingu.

Ingibjörg vill verða formaður Framsóknar
Ingibjörg Isaksen vill taka við sem formaður Framsóknarflokksins. „Stærsta hagsmunamál okkar allra, heimilanna og fyrirtækjanna, er að koma vaxtaumhverfinu aftur í eðlilegra horf,“ segir hún.

Kvarnast úr borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokks
Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur gengið til liðs við Miðflokkinn.

Trump virðist taka yfir Grænland og Kanada á samfélagsmiðlamyndum
Donald Trump birti myndir sem gefa til kynna bandaríska ásælni í Grænland og Kanada. Í færslu á Truth Social lýsir hann landinu lykilatriði í heimsöryggi og segir ekki verða snúið til baka og birtir samhliða samskipti við leiðtoga NATO og forseta Frakklands..











