„Sársaukinn er minn og verður minn. Ég má gera allt við hann, hvað sem ég vil,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja, einstæð móðir sem kynntist manninum sem nauðgaði henni í gegnum stefnumótaappið Tinder. Hún segist nota appið mikið, ekki endilega til að verða sér úti um stefnumót heldur til að kynnast fólki og spjalla við það. „Ég nota þetta líka fyrir femínískan aktívisma og finnst áhugavert að sjá hvaða pælingar eru í höfðinu á fólki. Mér finnst áberandi að ungir íslenskir strákar virðast vera að upplifa miklar breytingar og fá betri fræðslu þannig að þeir vita betur hvað má og hvað má ekki. Á meðan skilja þessir eldri ekkert hvað er í gangi, sem er síðan hægt að yfirfæra yfir á útlendinga, sem skilja ekki hvar mörkin liggja.“
Eins og var raunin í hennar tilfelli. Brynhildur kynntist manni af erlendum uppruna á Tinder og átti við hann spjall um fótbolta. Maðurinn …
Athugasemdir