Jarþrúður Karlsdóttir er tónskáld, kundalini yoga- og hugleiðslukennari og heilari sem býr í fallegu húsi við Hringbraut í Vesturbænum, þar sem hún getur ræktað blóm og matjurtir. Í bílskúrnum er hún með stúdíó þar sem hún vinnur að kvikmyndatónlist fyrir myndina Atomy.
Jarþrúður Karlsdóttir er tónskáld, kundalini yoga- og hugleiðslukennari og heilari. Hún kennir jóga í Amara jógastöðinni í Hafnarfirði sem og heima hjá sér en einnig hyggst hún kenna jóga og hugleiðslu utandyra en hægt er að finna upplýsingar um þá tíma á heimasíðu hennar, Pop-up Yoga.
Jara, eins og hún er oftast kölluð, lærði kundalini jógafræðin í Ra Ma Institute of Yogic Science and Technology á Mallorca en hún hefur lengi verið hugfangin af fræðum af svipuðum toga. Síðustu tuttugu ár hefur hún stúderað vestræna og austræna heimspeki sem og dulspeki.
Jara hefur síðastliðin átta ár búið í fallegu húsi við Hringbraut í Vesturbænum. „Það sem hreif mig helst við húsið var hvað það var ódýrt og ég hef gert það heilmikið upp. Þetta er passleg stærð fyrir okkur, miðsvæðis og stutt í skólann fyrir yngri strákinn minn. Mér finnst yndislegt að hafa garð þar sem ég get ræktað blóm og matjurtir, svo fylgdi líka bílskúr með íbúðinni sem ég nota sem tónlistarstúdíó.“
Jara vinnur einmitt að kvikmyndatónlist þessa dagana fyrir myndina Atomy eftir Loga Hilmarsson. Hún fjallar um Brand sem hefur verið lamaður í hjólastól í nokkur ár og ferð hans til Nepal til að hitta heilara sem hefur tekist að fá hann til að standa í fæturna í smá tíma og sitja uppréttur óstuddur. Að sögn Jöru mun heilarinn vinna með Brandi næstu mánuði og meðferðin lofar góðu, það magnaða sé að vestræn læknavísindi hafa ekki náð að hjálpa honum.
Stundin fékk Jöru til að deila með lesendum nokkrum af hennar uppáhaldshlutum, uppskrift sem henni er kær en einnig deilir hún hugleiðslu sem hún hvetur lesendur til að prófa.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir