Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Nýtt fjöl­miðla­frum­varp um styrk til einka­rek­inna miðla hef­ur ver­ið lagt fram á Al­þingi. Morg­un­blað­ið og Frétta­blað­ið kvört­uðu und­an 50 millj­óna króna há­marki á styrki í fyrri út­gáfu og fá nú „sér­stak­an stuðn­ing“ til við­bót­ar.

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir
Davíð Oddsson Ritstjórn Morgunblaðsins fær aukinn styrk frá því sem kynnt var í fyrstu drögum nýs frumvarps um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Mynd: Pressphotos

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem kveður á um stuðning til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í takt við hin Norðurlöndin, hefur nú verið lagt fram á Alþingi.

Frumvarpið er lítillega breytt frá því sem kynnt var áður á samráðsgátt stjórnvalda. Helsta breytingin felst í því að ritstjórnir Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Sýnar fá hærri styrki en áður var boðað, en þau tvö fyrrnefndu höfðu gagnrýnt harðlega 50 milljóna króna þak á ríkisstyrki og farið fram á að einungis stærstu fjölmiðlar fengju styrki.

Samkvæmt frumvarpinu endurgreiðir ríkið 25 prósent af ritstjórnarkostnaði fjölmiðla upp að fyrrnefndu þaki. Talið var að kostnaðurinn við frumvarpið næmi á milli 300 og 400 milljónum króna. Í nýframlögðu frumvarpi hefur verið bætt við „sérstökum stuðningi“ sem felur í sér 5,15% endurgreiðslu launakostnaðar upp að 927.087 í mánaðarlaun sem getur verið umfram 50 milljóna króna þakið. 

Skilyrði fyrir styrkveitingum er að fjölmiðill hafi verið starfræktur í minnst 12 mánuði áður en sótt er um. Þá séu starfsmenn við efnisvinnslu ekki færri en þrír, eða einn á svæðisbundnum miðli. Prentmiðlar þurfa að koma út minnst 48 sinnum á ári og minnst 40 prósent af efni miðilsins þarf að vera ritstjórnarefni og einn sjötti hluti þess þarf að byggja á sjálfstæðri frétta- eða heimildaröflun. Þá má fjölmiðillinn ekki vera í skuld við opinbera aðila, svo sem með skatt- eða lífeyrisgreiðslur. Undir endurgreiðsluhæfan kostnað fellur beinn launakostnaður blaða- og fréttamanna, ritstjóra og aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara vegna öflunar og miðlunar á efni.

Gagnrýndu þak á styrki

Forsvarsmenn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, og Torgs ehf, sem gefur út Fréttablaðið, gagnrýndu frumvarpið harðlega fyrir að beina ekki nægum hluta styrkja að stærri fjölmiðlum og að bregðast ekki við sterkri stöðu Ríkisútvarpsins.

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins, sagði í leiðara blaðsins á miðvikudag að um blekkingu væri að ræða. „Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla,“ sagði hún. Í umsögn sinni við frumvarpið lögðu Kristín og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, til að minni kröfur væri gerðar um hlutfall ritstjórnarefnis, eða að það væri að lágmarki 30 prósent efnis en ekki að lágmarki 40 prósent.

Þá sagði Haraldur Johannesson, annar ritstjóra Morgunblaðsins, í umsögn við frumvarpið fyrir hönd Árvakurs að einungis væru „þrjár burðugar ritstjórnir“ á einkareknum miðlum á Íslandi: Morgunblaðið, Fréttablaðið og ritstjórn Vísis og Stöðvar 2. „Þeir þrír fjölmiðlar sem burðugir geta talist fá að hámarki 150 milljónir króna af þeim allt að 400 milljónum króna sem til úthlutunar verða.“

Hann lagði til að fjölmiðlaritstjórnir með færri en 10-20 starfsmenn fengju enga styrki.

Báðir aðilar lögðu einnig til að leyft væri að auglýsa áfengi.

Rekstrarforsendur versnað

Í rökstuðningi með frumvarpinu er aðdragandi þess skýrður. „Síðustu ár hafa rekstrarforsendur einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna. Margar ástæður eru fyrir þeirri þróun svo sem örar tæknibreytingar og minnkandi auglýsingatekjur fjölmiðla samhliða breyttri neysluhegðun fyrirtækja á markaði. Þá hefur samkeppni innlendra fjölmiðla við erlendar efnisveitur farið vaxandi síðustu ár vegna fjölbreyttari miðlunaraðferða. Kaup á auglýsingum færast í auknum mæli til erlendra stórfyrirtækja svo sem net- og samfélagsmiðla sem leitt hefur til samdráttar í auglýsingasölu hjá hinum hefðbundnu einkareknu fjölmiðlum.

Í ljósi þessara breytinga og erfiðs rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla var í lok árs 2016 ákveðið að setja á laggirnar nefnd til að greina rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði skýrslu í janúar 2018 þar sem lagðar voru fram tillögur í sjö liðum um aðgerðir til að bæta rekstrargrundvöll fjölmiðla. Ein tillagan fól í sér stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla að norrænni fyrirmynd,“ segir í frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár