Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fer daglega á kattakaffihús

Hörð­ur Gabrí­el er fé­lags­lynd­ur og glað­lynd­ur mað­ur með ein­hverfu og at­hygl­is­brest, sem heim­sæk­ir Kat­takaffi­hús­ið í mið­borg Reykja­vík­ur á hverj­um degi. Kaffi­hús­ið er nú árs­gam­alt.

Fer daglega á kattakaffihús

Fyrsta kattakaffihúsið á Íslandi er orðið ársgamalt. Samnefnt kaffihús, sem er við Bergstaðastræti 10a í Reykjavík, býður meðal annars upp á bleikar vegan-bollakökur, hafralatte og félagsskap katta sem þar eru búsettir.

Kaffihúsið var opnað 1. mars 2018 og hefur síðan þá safnað fastagestum. Forsenda kaffihússins var að 26. október árið 2017 skrifaði Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, undir breytingu á reglugerð um hollustuhætti hunda og katta á veitingastöðum. Breytingin fól í sér að eigendum veitingastaða var loks heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði. Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir gátu þá loks látið áralangan draum sinn rætast.

Kettirnir búa á kaffihúsinu

Ættleiðing í boði

Kettirnir sem fyrirfinnast á Kattakaffihúsinu búa þar öllum stundum en eru að leita að framtíðarheimili, viðskiptavinir geta því ættleitt kött, hitti þeir hinn eina rétta. Kettirnir koma af heimilum sem gátu ekki lengur séð fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár