Nýtt efni

Lögreglumenn unnu fyrir rannsóknafyrirtæki Lúðvíks
Þrír lögreglumenn þáðu greiðslu frá Laco, öryggis- og rannsóknafyrirtæki Lúðvíks Kristinssonar, sama ár og Lúðvík stundaði njósnir. Störf þeirra virðast þó hafa verið ótengd njósnunum en aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist hafa unnið eina nótt á hóteli gegn greiðslu.


Sif Sigmarsdóttir
Söguskýring auglýsingastofu
Rétt eins og í tilfelli víkinganna er afrek eins óréttlæti annars.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stöndugasta kaupfélag landsins — Kaupfélag Skagfirðinga — skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á síðasta ári, af 77 milljarða króna tekjum. Félagið er stórt í bæði landbúnaði og sjávarútvegi, þar sem það er einn stærsti eigandi aflaheimilda.

Engin verðmæti án vinnandi fólks
Forseti ASÍ segir að brýnustu verkefnin í samfélagi sem kennt er við velferð og lýðræði séu húsnæðisvandinn, verðbólgan, vaxandi ójöfnuður og misskipting valds, og aukning verktakavinnu og ótryggra starfa. Forsætisráðherra segist vilja leiða ríkistjórn í þágu vinnandi fólks.

Ónefnd kona skrifar
Bréf frá brotaþola hópnauðgunar
Ofbeldi gerir ekki greinarmun á þolendum eða gerendum eftir uppruna þeirra. Réttlæti má ekki gera það heldur.


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Stúlkan sem var sögð allra gagn
Menn sem voru dæmdir fyrir að brjóta á ungri stúlku notuðu það sem málsvörn að hún væri svo lauslát. Glíma þolenda við réttarkerfið reynist þung, en gerendum er gjarna hlíft við óþægilegum inngripum. Staðan flækist enn frekar þegar þolendur standa einir gegn mörgum - eða lenda undir í samfélagslegri umræðu.

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
Isavia segir leigubílstjóra, sérstaklega virkan á samfélagsmiðlum, hafa lagt starfsfólk flugvallarins í einelti – meðal annars með ásökunum í garð þess og nafnbirtingum á netinu. Hann hafi verið settur í ótímabundið bann vegna ógnandi og óviðeigandi framkomu. „Þetta er náttúrlega óþægilegt að mæta í vinnuna og verða svo fyrir áreiti,“ segir einn starfsmaður við Heimildina.

Kári hættur og farinn
Kári Stefánsson er hættur sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í hans stað koma tveir stjórnendur sem báðir hafa starfað hjá fyrirtækinu lengi.

Eigendur Haga fengu meira fyrir minna
Hluthafar fá 2,5 milljarða króna úr Högum vegna margmilljarða hagnaðar á síðasta rekstrarári. Færri vörur hafa selst en tekjurnar engu að síður aukist. Helsti samkeppnisaðilinn gerir enn ráð fyrir á bilinu 14–15 milljarða hagnað fyrir fjármagnsgjöld og skatta á þessu ári. Sömu lífeyrissjóðir eiga meira eða minna allt hlutafé í báðum keðjum.

Langvarandi átök milljarðamæringa hafa áhrif á allt samfélagið
Átökum þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman hefur verið líkt við leðjuslag, þar sem ekkert er heilagt. Í þessum átökum hefur Björgólfur meðal annars staðið að leynilegri fjármögnun fjölmiðla og njósnum, með aðstoð lögreglu.

Tvö hrun breyttu lífinu
Guðjón Óskarsson hreinsar tyggjóklessur af götum borgarinnar og segir að það láti sér líða vel að hreinsa til. Hann hefur tvívegis lent í hruni og þurft að enduruppgötva sjálfan sig.

Á milli tveggja heima
Það getur verið flókið að standa á mörkum tveggja menningarheima. Kuluk Helms listakona á grænlenska móður og danskan föður svo hún kannast vel við það. Hún segir flækjustigið stigmagnast vegna valdaójafnvægis á milli landanna þar sem rætur hennar liggja.

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir
Raddlaus náttúra
Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir segja umhverfismál ekki lengur hafa rödd á Alþingi eftir brotthvarf Vinstri grænna. „Náttúran bíður ekki og hún mun ekki fyrirgefa gleymsku okkar og gróðahugsun,“ skrifa þær.

Holdsveikir glíma enn við fordóma í Eþíópíu
Þúsundir veikjast árlega af holdsveiki í Eþíópíu þrátt fyrir opinbera útrýmingu sjúkdómsins árið 1999. Sjúklingar glíma við félagslega útskúfun, en meðferð og fræðsla eru að skila árangri. Nýlegur niðurskurður á alþjóðlegri þróunaraðdstoð USAID ógnar framförum.


Geirdís Hanna Kristjánsdóttir
1.maí er líka fyrir fatlað fólk!
Formaður kjarahóps ÖBÍ leggur áherslu á að fólk með fötlun er fjölbreytilegur hópur, með margskonar skerðingar en líka allskonar menntun og reynslu. „Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi,“ skrifar Geirdís Hanna Kristjánsdóttir.