Nýtt efni

Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
Kári Guðmundsson fékk grætt í sig nýra og bris fyrir átta árum. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið tvö líffæri og náð að hlaupa heilt og hálf maraþon eftir líffæraígræðsluna og það oftar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lítið hreyft sig í gegnum árin en nú hleypur hann og lyftir til að fá aukið úthald og styrk og segist aldrei hafa verið í betra formi, það sýni allar mælingar.

Fimm í haldi lögreglu - Áverkar á karlmanni sem lést í morgun
Áverkar á karlmanni sem lést snemma í morgun benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar þriggja annarra lögregluembætta, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra, vegna málsins.

Ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands
Uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála, notkun á ómönnuðum eftirlitskafbáti til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum, og efling eftirlits með netárásum er meðal aðgerða sem ráðist verður í til að styrkja varnarviðbragð Íslands. Utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands.

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla: „Við erum alltaf að gefa afslátt“
Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini, segir það enga töfralausn að foreldrar ráði sig tímabundið til starfa á leikskólum til að tryggja börnum sínum leikskólapláss. Þetta sé hins vegar úrræði sem hafi verið lengi til staðar en hefur færst í aukana síðustu ár. Farfuglarnir mega ekki verða fleiri en staðfuglarnir.

Er Trump Pétur 3. Rússakeisari?
Trump Bandaríkjaforseti snýr gersamlega við blaði Bandaríkjanna varðandi Úkraínu. Höfum við nokkurn tíma séð annað eins?


Kjartan Sveinn Guðmundsson
Stormur í Vatnsmýri
Kjartan Sveinn Guðmundsson háskólanemi segir Reykjavíkurflugvöll ekki nálægt því jafn gagnlegur sem innviður en sem tákngervingur. „Umræður um hann jaðra frekar á við gagnrýni á listaverk en mat á mannvirki,“ skrifar hann.

Ekki fórn að vinna á leikskóla
Arnar Dan Kristjánsson leikari lítur ekki á það sem fórn að vinna á leikskóla til að koma dóttur sinni að á leikskóla. Hann lítur á það sem mestu gjöf í heimi að geta haft áhrif á litla heima.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra
Tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða hafa margfaldast á fjórum árum. Lengi voru ábyrgðirnar afhentar viðskiptavinum án sérstaks gjalds en nú skila þær milljörðum í nýjar tekjur.

Forstjóri klórar sér í höfðinu vegna hagræðingartillögu
Forstjóri Nýsköpunarsjóðs Kríu gerir sér ekki grein fyrir því hvernig ríkið ætlar að ná 9,7 milljarða hagræðingu með því að leggja niður sjóðinn. Þá telur hún það ekki vita á gott að setja eignir sjóðsins á brunaútsölu.

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
Úrræðaleysi ríkir hér á landi gagnvart því að tryggja öryggi kvenna á heimilum sínum og stjórnvöld draga lappirnar, segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sem var á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur í heimi. Konum sem leita í athvarfið hefur fjölgað. Oft gera þær lítið úr ofbeldinu og áfellast sig, en lýsa síðan hryllingi inni á heimilinu. „Sjálfsásökunin situr oft lengst í þeim.“


Björn Gunnar Ólafsson
Tollar og Trump
„Hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna telur sig hafa fundið upp nýtt vopn sem nota má sem einskonar svipu á óþægar þjóðir,“ skrifar Björn Gunnar Ólafsson stjórnmálahagfræðingur um afskipti Trumps af tollum og alþjóðaviðskiptum.

„Við brenndum, drápum, lögðum allt í rúst“
Frakkar fóru fram með hrottaskap og grimmd í Alsír. Skiptir það máli á vorum dögum?


Borgþór Arngrímsson
Kaupið, kaupið, kaupið
Danir og Norðmenn ætla að stórefla samvinnu í varnar- og öryggismálum. Forsætisráðherrar landanna lýstu þessu yfir á fundi sem haldinn var í Ósló í síðustu viku. Báðar þjóðir ætla að stórauka fjárveitingar til varnarmála. Kaupið, kaupið, kaupið voru fyrirmæli danska forsætisráðherrans til yfirmanna hersins.

Illa brugðið yfir stefnuræðu Trumps
Inga Dóra Guðmundsdóttir, sem býr í Grænlandi, segir að sér hafi brugðið illa við stefnuræðu Trumps á dögunum og spurt sig hvort valdamesti maður heims hafi virkilega hótað sér og öðrum Grænlendingum úr „áhrifamesta ræðupúlti heims“.Grænlendingar muni aldrei samþykkja að verða hluti af Bandaríkjunum.