Nýtt efni

Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
Bjarni Benediktsson notaði sína síðustu daga í embætti til að veita Hval hf. einstakt leyfi til veiða á langreyðum. Leyfið rennur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig vanhæfan til að taka ákvörðun en skipti svo um skoðun hálfum mánuði síðar. Atburðarásin kemur heim og saman við lýsingar á leyniupptöku af syni og viðskiptafélaga Jóns Gunnarssonar þingmanns á hvað stæði til gera.

Stefnuræða forsætisráðherra og afmælisdagskrá
Kristrún Frostadóttir flytur stefnuræðu sína á landsfundinum í dag. Þá taka við pallborðsumræður um öryggis- og varnarmál.

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
Á uppvaxtarárunum í suðurríkjum Bandaríkjanna voru ríkar kröfur gerðar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þegar hún fann loks frelsið til þess að vera hún sjálf blómstraði hún, í hamingjusömu hjónabandi, heimavinnandi húsmóðir, sem naut þess að sinna syni sínum. „Ég gat lifað og verið frjáls. Það var frábært á meðan það entist.“


Sif Sigmarsdóttir
Af frændhygli lítilla spámanna
Trump vildi einfaldlega vera sá sem réði því hvað mátti segja og hvað mátti ekki segja. Hann drýgir nú sömu syndir og hann sakaði „woke“-riddara um að fremja.

Kristrún endurkjörin formaður með rúmlega 98 prósent atkvæða
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hlaut í dag endurkjör sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins með 98,7 prósent atkvæða.

Íslenska handboltalandsliðið: „Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt?“
Liðsmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þátttöku Ísraels í undankeppni heimsmeistaramótsins. Liðið keppti á móti Ísrael í tveimur leikjum í vikunni. „Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt mál fyrir okkur.“

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Verðlagsstofa skiptaverðs fær ekki aðgang að gögnum í vörslu Skattsins vegna athugunar á uppgjöri makrílvertíðar síðasta árs. Skatturinn neitar að afhenda öll þau gögn sem stofnunin telur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofnanir sem heyra undir sitthvort ráðuneytið.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“
Karen Kjartansdóttir almannatengill segir hugtakið „vók“ aldrei hafa virkað á Íslandi. „Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni,“ segir hún.

Nítjándu aldar hagkerfi þvingað inn í 21. öldina
Forseti Bandaríkjanna hefur sett fjármálakerfi heimsins í uppnám með hringlandahætti í kringum tollastefnu Bandaríkjanna. Hagfræðingur segir afleiðingarnar þær að hagkerfið snúi aftur til nítjándu aldar hugsunar.


Aðalsteinn Kjartansson
Hvað með blessaðan þorskinn?
Tveir öflugir athafnamenn deildu með þjóðinni ólíkri sýn á hvað séu sanngjörn gjöld fyrir aðgang að auðlindum í hafinu í kringum Ísland nýverið. Öðrum þykir óboðlegt að greiða í samræmi við raunverð afurða á meðan hinn telur sanngjarnt að greiða helming rekstrarhagnaðar.

Ósanngjörn krafa á íslensku leikmennina
Félagsfræðiprófessor segir það sýna ákveðna meðvirkni með Ísrael ef boðuð mótmæli voru forsendan fyrir því að leikir Íslands gegn Ísrael í umspili um sæti á HM í handbolta voru leiknir fyrir luktum dyrum. Framkvæmdastjóri HSÍ segir leikina hafa farið fram við sérstakar og tilfinningaríkar aðstæður.

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
Samfylkingarfólki hefur tekist að halda aftur af ólgu og uppgjöri innan eigin raða því flokksfélagar vilja öðru fremur að flokkurinn viðhaldi góðu gengi. Fyrrverandi ráðherra líkir tökum Kristrúnar Frostadóttur á stjórn flokksins við stöðu Davíðs Oddssonar á síðustu öld. Flokksmenn eru þó missáttir við stöðu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra.