Nýtt efni
Borgin fellir tré vegna flugsamgangna
Borgarstjóri hefur fallist á það að láta fella allt að 1.400 tré í Öskjuhlíð í áföngum til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Samgöngustofa boðaði lokun annarrar flugbrautar vallarins fyrr í þessum mánuði.
Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
Ásgeir H. Ingólfsson lést nóttina fyrir viðburðinn sem hann hafði varið síðustu dögum lífsins við að skipuleggja ásamt vinum sínum og ættingjum. Niðurstaðan var að það væri í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. „Þetta var ótrúleg stund og mikil gjöf sem hann færði okkur sem eftir stóðum, að fá að vera þarna saman á þessari stundu,“ segir Jón Bjarki Magússon, einn af hans nánustu vinum.
Verður umvafinn dyggum þjónum
Val Trumps á ráðherrum og stjórnendum lykilstofnana bandaríska ríkisins hefur verið sagt til marks um það að hann vilji fólk sem sýni honum hollustu. Sú sem Trump vill að leiði dómsmálaráðuneytið reyndi að hjálpa honum að snúa við kosningaúrslitunum árið 2020.
Sif Sigmarsdóttir
Uppgangur loddarans
Almenningur á betra skilið en rottufangara í stjórnarandstöðu.
Ólöf Tara látin eftir áralanga baráttu gegn ofbeldi: „Svo óbærilegt“
Baráttukonan Ólöf Tara lést í fyrrinótt. Henni hefur í kvöld verið þökkuð barátta hennar gegn kynbundnu ofbeldi undir merkjum samtakanna Öfga.
Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði einhug innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um setuverkfall hefði þeim verið gert að skipta um þingflokksherbergi. Samfylkingin óskaði eftir því að fá stærsta þingflokksherbergið sem Sjálfstæðismenn hafa haft til umráða frá árinu 1941 en fékk það ekki.
Yfirlýsing fólgin í nýju merki Áslaugar Örnu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti nýtt merki, innblásið af fálkanum í merki Sjálfstæðisflokksins, þegar hún bauð sig fram til formanns um helgina. Grafískur hönnuður segir merki formannsefnisins benda til þess að verið sé að boða nýja tíma og breytingar í flokknum.
Greifinn af Monte Cristo
Kjartan og Flóki fóru á Greifann af Monte Cristo í Bíó Paradís þessa vikuna. Kvikmyndin er byggð af samnefndri skáldsögu eftir engan annan en Alexandre Dumas. Þátturinn er í boði Daddi's Pizza.
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir verstu mögulegu niðurstöðuna fyrir Ísland i Grænlandsmálinu að klemmast á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá yrðum við ein á báti. Samstarf Bandaríkjanna og Íslands sé gríðarlega þýðingarmikið fyrir Íslendinga og því mikilvægt að vera ekki með digurbarkalega yfirlýsingar um Bandaríkin.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Varnarleysi Íslendinga og menn sem eru truflaðir af valdi
Hvað þýðir það þá fyrir Íslendinga að Bandaríkin ógni nágrannaríki okkar?
Ógnir og óreiða Trumps
Hvað þýðir valdataka Donalds Trump fyrir Bandaríkin, Ísland og heiminn? Álitsgjafar sammælast um að forsetinn komi betur undirbúinn til starfa en árið 2017 og með sterkara net að baki sér. Sagnfræðingur telur að Trump muni reyna að þenja út valdsvið forsetaembættisins svo honum verði hægara um vik að reka Bandaríkin eins og fjölskyldufyrirtæki.
Hnífaburður er algjört bull
Mikilvægast af öllu er að vera góður við náungann segir Jóhann Ingvi Hjaltason. Hann biður ungmenni sem finna sig knúin til að ganga með hnífa að staldra við og hugsa sig tvisvar um.
Verkföllum kennara afstýrt ef tillagan verður samþykkt
Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verði tillagan samþykkt kemur ekki til verkfalla kennara á mánudag. Næstu fundur hjá ríkissáttasemjara vegna málsins er klukkan 13 á laugardag.