Hefur þú minnstu hugmynd um hvað ég get verið þrjósk? Hvað ég bý yfir mikilli baráttuglóð? voru spurningarnar sem kviknuðu innra með Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar henni var tjáð að það væri nánast útilokað að tvíburarnir sem hún bar undir belti myndu lifa meðgönguna af. Hún sem hefur sigrast á hverri áskoruninni á fætur annarri þekkti styrk sinn nægilega vel til þess að hafa ráðleggingar lækna að engu og leggja sjálfa sig að veði til að bjarga lífi barnanna. Þar sem hún lá á spítalanum eftir að hafa misst legvatnið á sautjándu viku sögðu þeir henni að gera sér engar grillur, það væri henni fyrir bestu að láta af allri von. En „vonin er það síðasta sem yfirgefur okkur og það sem okkur ber skylda til að næra,“ bendir hún á. Við tók þriggja mánaða þrekraun þar sem Þórdís Elva lá nánast hreyfingarlaus fyrir á meðan hún barðist fyrir lífi …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana
Læknar töldu útilokað að börnin gætu lifað meðgönguna af eftir að vatnið fór á sautjándu viku, en þeir þekktu ekki baráttuanda Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Þegar hún heyrði að eitt prósent líkur væru á að hægt væri að bjarga börnunum ákvað hún að leggja allt í sölurnar til að sigrast á hinu ómögulega. Þar með upphófst þrekraun Þórdísar Elvu sem lá hreyfingarlaus fyrir í 77 daga og oft var lífi hennar ógnað. En ávöxturinn var ríkulegur, því í dag eiga þau hjónin tvíbura.
Athugasemdir