Nýtt efni

„Starfsmenn hafa verið hræddir“
Á Stuðlum hefur sérstöku öryggis- og viðbragðsteymi hefur verið komið á til að takast á við árásir á starfsmenn og tryggja að þvinganir gagnvart börnum fari faglega fram. Tengsl eru besta forvörnin segir starfandi forstöðumaður en það dugar ekki alltaf til. Starfsmenn hafa lent í því að það er hrækt á þá, þeir bitnir, skallaðir og nefbrotnir. Sparkað hefur verið í hausinn á starfsmani, hár rifið af höfði starfsmanns og brotin tönn.

Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

Jóhann Páll: „Ísland er ekki í skjóli“
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gaf í dag út aðlögunaráætlun um loftslagsbreytingar. Sjávarútvegurinn og landbúnaður þurfa áhættumat og seigla vegakerfisins verður kortlögð. „Við þurfum að aðlaga samfélagið og innviði að þeim breytingum sem eru þegar hafnar,“ segir ráðherrann.

Af konum og álfum
„Þetta var stórkostlegasta ráðgáta sem bæjarbúar höfðu staðið frammi fyrir í manna minnum. Eftirsóttur piparsveinn, aldrei við kvenmann kenndur, birtist einn daginn með móðurlaust barn.“ (bls. 18) Huldukonan, ný skáldsaga Fríðu Ísberg, hverfist um þessa ráðgátu –hver huldukonan, barnsmóðir Sigvalda Matthíassonar, sé. Samhliða spurningunni sem liggur henni til grundvallar gerir bókin að umfjöllunarefni sínu fjórar kynslóðir Lohr-fjölskyldunnar sem hefur alið...

„Skrýtin“ tímasetning Dóru sem segir Pírata færast til vinstri
Töluverður aðdragandi var að vistaskiptum Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, sem hætti í dag sem oddviti Pírata og gekk í Samfylkingu. Nýr oddviti segir þó skrýtið að velja þennan tímapunkt. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fagnar því að borgarstjórnarflokkurinn stækki.

Dóra Björt gengur í Samfylkinguna
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur fært sig úr Pírötum í Samfylkinguna.

Tímalína: Skotárásin á Bondi-ströndinni
Hátíðarhöld í tilefni ljósahátíðar gyðinga stóðu sem hæst þegar þungvopnaðir feðgar stigu út úr bíl sínum og hófu skothríð á Bondi-ströndinni á sunnudag. Þá hófst ein mannskæðasta skotárás í sögu Ástralíu. Fimmtán eru látnir og tugir til viðbótar særðir.

Átta létust í árásum Bandaríkjanna á þrjú skip í Kyrrahafi
Síðan í september hefur bandaríski herinn sökkt að minnsta kosti 26 skipum. 95 manns hafa látist í þessum aðgerðum hersins.

„Ég hef bara látið mig hverfa“
„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að fá þann heilsubrest sem ég hef verið að stríða við,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Hún smitaðist af Covid-19 árið 2021 á ráðstefnu erlendis, þrátt fyrir að hafa farið mjög varlega. Einkennin hurfu ekki og í dag er hún með langvinnt Covid.

Sjálfbærni og matarhættir
Hvernig getum við lifað sjálfbærara og betra lífi fyrir okkur sjálf og heiminn þegar kemur að því hvað við látum ofan í okkur? Gestur Þjóðhátta að þessu sinni er Auður Viðarsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið eftir veikindaleyfi
Ekki er ljóst hvort Guðmundur Ingi Kristinsson snúi aftur til starfa eftir veikindaleyfı, en hann er á leið í hjartaaðgerð og óvíst hversu langa endurhæfingu hann þarf, að sögn Ingu Sæland.

Lífsins stærsta undur á spássíum fjárbókhalds
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Magga á von á sínu fyrsta barni, rétt eins og kýrin á bænum. Sagan hefur rótfasta jarðtengingu, hendur í mold, líkama og fjárbókhald en líka eitthvað óáþreifanlegt, framliðna, sýnir og þyngd ósagðra orða. Þetta er brothætt saga sem gerist einhvern tímann á síðustu öld miðað við það að Guðmundur...

„Snjóflóðið mun koma þaðan“
Össur Skarphéðinsson þáverandi umhverfisráðherra segir Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmann á Súðavík, hafa tilkynnt sér að hættumatið væri rangt. Rétt fyrir snjóflóðið fór Össur að skoða aðstæður og gerði í kjölfar athugasemd við hættumatið.

Þekking, gögn og reynsla lítil í aðdraganda snjóflóðsins á Súðavík
Skýrsla rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík kom út í dag. Þar kemur fram að þegar hættumat var unnið á síðari hluta níunda áratugsins var einna helst hægt að styðjast við snjóflóðið sem þar varð árið 1983. Ekki voru öll hús inn á hættumatskorti.










