Nýtt efni

Netanyahu segir að Palestínuríki væri „sjálfsmorð“ fyrir Ísrael
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hét því að standa í vegi fyrir sjálfstæðu Palestínuríki í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi sendifulltrúa á þinginu gekk út við upphaf ræðunnar. Hann hét áframhaldandi baráttu gegn Hamas, þrátt fyrir mótmæli, ásakanir um stríðsglæpi og vaxandi alþjóðlega gagnrýni.

Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í fasteign fjölgar
Fjölskyldum sem skulda meira í fasteign en nemur virði hennar fjölgaði á milli ára. Staðan versnaði eftir heimsfaraldur en hafði skánað frá fasteignakrísu eftirhrunsáranna.

Telur málið eiga fullt erindi til Mannréttindadómstólsins
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns, segir til skoðunar að fara með meiðyrðamál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Páll Vilhjálmsson bloggari var sýknaður í málinu.

Umferðartalning við Bæjarháls virðist miða við COVID-umferð
Formaður íbúasamtaka Árbæjar setur spurningamerki við að umferðartalning á svæðinu hafi miðað við óvenjulegt ástand í COVID-faraldrinum árið 2021. Hann efast um að þær tölur endurspegli raunverulega umferð.


Ari Trausti Guðmundsson
Íslensk olía? – Nei, enn einu sinni!
Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, fjallar um enduruppteknar hugmyndir um að ráðast í leit að olíu á Drekasvæðinu. Orð brennandi olíusinna um að opna nú fyrir frekari rannsóknir á Drekasvæðinu séu alvarleg og hættuleg tímaskekkja.

Færeyskur stuðningsmaður hernaðar Ísraels á Gaza heimsótti Samfylkinguna
Sjúrður Skaale, færeyskur þingmaður fyrir systurflokk Samfylkingarinnar, heimsótti Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar. Hann hefur markað sér stöðu alþjóðlega sem stuðningsmaður Ísrael og hernaðar í Gaza.

Lögreglan rannsakar þvingað betl
Lögreglan tekur upp skráningu á betli sem brotaflokki. Grunur er um þvingað betl í einu tilfelli – tegund mansals þar sem fólk betlar fyrir einhvern annan.

Hvað fær Brim fyrir 30 milljarða?
Útgerðin Brim ætlar að kaupa Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna. Núverandi eigendur Lýsis verða meðal stærstu hluthafa Brims auk þess að fá myndarlega peningagreiðslu. Brim eignast við kaupin hlut í Morgunblaðinu og snyrtivöruframleiðanda.

Píratar næðu á þing í dag
Stuðningur við Pírata mælist nú tæp sex prósent. Það væri nóg til að tryggja flokknum minnst þrjá fulltrúa á þingi. Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn sem fyrr með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi.

Heimilin fengu á sig hærri vexti og bankarnir hagnast meira
Arðsemi bankanna af tekjum hefur ekki verið meiri í áratug. Nýjar tölur sýna hvernig bankarnir taka meira til sín í gegnum hærri vexti og verðtryggingu.

Árbæingar öskuillir út af vanstilltum snjallljósum
Snjallstýrð ljós virka ekki sem skyldi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir árbæinga öskuilla á meðan formaður skipulagsráðs segir framkvæmdir í raun enn þá í gangi.

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans
Eftir samtal við Seðlabankann hefur forsætisráðuneytið fengið upplýsingar um eftirlit Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra með fjárfestingasjóði sem unnusta hans, Helga Viðarsdóttir stýrir.