Nýtt efni


Valur Gunnarsson
Þannig hefjast heimsstyrjaldir…
Tvær leiðir virðast liggja til friðar í Úkraínu, að mati Vals Gunnarssonar sagnfræðings og rithöfundar: „Önnur er góð en hin hræðileg.“

Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans
Tölvusérfræðingur hjá héraðssaksóknara sem er sakaður um að leka gögnum til njósnafyrirtækisins PPP hafnar ásökunum. Hann uppgötvaði afhjúpandi smáskilaboð í Samherjamálinu í fyrra og segir að stofnandi PPP, sem vann fyrir Samherja og er með stöðu sakbornings í því máli, hafi sakað sig um lekann.

Finnskur dómstóll dæmir nígerískan aðskilnaðarsinna í fangelsi
Simon Ekpa var fundinn sekur um að hafa útvegað hryðjuverkasamtökum vopn og hvatt fylgjendur sína til glæpa. Hann hefur verið virkur í starfi Íhaldsflokksins í Finnlandi.

Borgin áætlar 260 milljóna kostnað vegna borgarstjórnarkosninganna
Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg ráði hátt í 200 starfsmenn til að starfa við kosningarnar og að borgarráð skipi um 500 fulltrúa til setu í hverfis- og undirkjörstjórnum.

Kvótafjölskyldurnar á Hátekjulistanum
Nær helmingur úthlutaðra aflaheimilda er í eigu örfárra fjölskyldna en þeim tilheyra skattakóngur og skattadrottning síðasta árs auk annarra sem komust á Hátekjulista Heimildarinnar.

Draumurinn um hinsegin kvikmyndahátíð rætist
Kvikmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar á Icelandic Queer Film Festival í Bíó Paradís, þar á meðal teiknimynd um lesbíska geimprinsessu og sígild heimildarmynd um vogue-senuna í New York.

Stóra, stærra og stærsta kókaínmálið
Hér er farið yfir sögu „stórra kókaínmála“ sem hafa komið upp á Íslandi. Stærðir málanna taka sífelldum breytingum, en nafngiftin helst sú sama.


Borgþór Arngrímsson
Hafmeyjan með stóru brjóstin
Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er þekkt víða um heim og flestir ferðamenn sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn leggja leið sína út á Löngulínu til að sjá hana með eigin augum. Önnur og stærri stytta, Stóra hafmeyjan, hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu, brjóst hennar fara fyrir brjóstið á embættismönnum í Dragør.

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen hefur hlotið umdeilda athygli nýlega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í unglingaflokki. Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur telur mikilvægt að ýta undir aðra þætti fólks en útlit. Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur segir fegurðarsamkeppnina mögulega birtingarmynd um bakslag í jafnréttismálum.


Sif Sigmarsdóttir
Vitlíki af holdi og blóði
Af fyrirsögnum að dæma erum við öll orðin mannfælnir skjáfíklar, ástfangin af gervigreind eins og Narkissos af eigin spegilmynd, hokin af tilgangsleysi og kyrrsetuvinnu.

Myndir: Skiptu út íslenska fánanum við utanríkisráðuneytið
Mótmælendur skiptu íslenska fánanum út fyrir þann palestínska við utanríkisráðuneytið síðdegis í dag. Tveir palestínskir fánar voru gerðir upptækir af lögreglu.

Dætur teknar af þolanda heimilisofbeldis
Tvær ungar stúlkur verða vistaðar utan heimilis í allt að tólf mánuði, samkvæmt dómsúrskurði. Móðir þeirra, flóttakona og þolandi heimilisofbeldis, mótmælti ákvörðuninni og hélt því fram að vægari úrræði hefðu ekki verið reynd.

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
Hrun veltihringrásar Atlantshafsins, AMOC-hafstraumsins, telst ekki lengur „ólíklegur atburður“. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Stefan Rahmstorf haf- og loftslagssérfræðingur og einn rannsakanda segir niðurstöðurnar „sláandi.“ Í samtali við Heimildina í fyrra sagði Rahmstorf að niðurbrot AMOC yrði „katastrófa fyrir Ísland og önnur Norðurlönd“ og hvatti íslensk stjórnvöld til aðgerða.

Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt
Hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta nær aðeins að tryggja þeim örorkulífeyristökum áfram fullar húsnæðisbætur sem fá óskertar greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi hópur er fámennur og húsnæðisbætur annarra skerðast.