Nýtt efni

Hlýnunin núna óumflýjanleg og vanrækslan tekur yfir
„Þetta er siðferðisbrestur – og banvæn vanræksla,“ segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna við upphaf COP30. „Við munum eiga mjög erfiða tíma,“ segir loftslagsvísindamaður.

Tesla tekur afstöðu til krafna Musks um meiri áhrif á „vélmennaher“
Ríkasti maður heims, Elon Musk, krefst bónussamnings frá Teslu sem færir honum yfir 100 billjónir króna. Hann segist ekki vilja peninginn, heldur áhrif yfir „vélmennaher“ sem Tesla mun smíða.

Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
Halla Signý Kristjánsdóttir, fyrrum þingmaður, segir baðstað við Holtsfjöru munu hafa áhrif á fuglalíf og friðsæld svæðisins. Baðlón séu falleg en dýr: „Er það sem okkur vantar, alls staðar?“ Framkvæmdaraðili segir að baðstaðurinn verði lítill og að tillit hafi verið tekið til athugasemda í umsagnarferli.

Orkuveitan gengur út frá því að samningar við Norðurál haldi
Stjórnendur Orkuveitunni telja of snemmt að segja til um hvort stöðvun á framleiðslu á Grundartanga hafi áhrif áætanir um arðgreiðslu á næsta ári. Minnihlutinn í borgarstjórn hefur gagnrýnt fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir næsta ár þar sem gert sé ráð fyrir myndarlegum arði frá orkufyrirtækinu.

Samfylkingin eini þingflokkurinn á vanskilalista Ríkisendurskoðunar
Aðeins um 18 stjórnmálaflokkar og félög tengd þeim, hafa skilað inn ársreikningi til Ríkisendurskoðanda. Samfylkingin er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur ekki skilað.

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
„Mér voru gefin erfið spil og þegar þú kannt ekki leikinn er flókið að spila vel úr þeim,“ segir Arnar Smári Lárusson, sem glímdi við alvarlegar afleiðingar áfalla og reyndi allar leiðir til þess að deyfa sársaukann, þar til það var ekki aftur snúið. „Ég var veikur, brotinn og fannst ég ekki verðskulda ást.“ Hann áréttar mikilvægi þess að gefast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Hver er Hamlet?
Sigríður Jónsdóttir leikhúsgagnrýnandi skrifar um uppfærslu Borgarleikhússins á Hamlet eftir William Shakespeare, í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur.

Þjóðverjar skera niður skrifræðið
Þýsk stjórnvöld kynna nýjan aðgerðapakka til að skera niður og auka skilvirkni. Dregið verður úr sjálfbærniskýrslum og stafræn stjórnsýsla innleidd.

„Fíknihryðjuverkamaður“ sem lifði af loftárás látinn laus
Bandaríkjaforseti hefur látið drepa minnst 67 manns án dóms og laga. Einn þeirra sem lifðu af var látinn laus án ákæru.

Náttúruunnendur mótmæla nýju baðlóni við Hoffell
Bláa lónið stefnir að uppbyggingu hótels og baðlóns við Hoffellslón í Sveitarfélaginu Hornarfirði en umsagnir á Skipulagsgátt eru alfarið neikvæðar. „Við erum á leiðinni að einkavæða náttúruna í þágu ríkra erlendra ferðamanna, en á kostnað íbúa svæðisins,“ skrifar landvörður.

Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu
Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps setur sig upp á móti því að skorið verði niður í íslenskukennslu fyrir innflytjendur í fjárlögum næsta árs. Tveir þriðju íbúa sveitarfélagsins eru af erlendum uppruna og lýsti einn íbúi í Vík því í sumar að fólk talaði alla jafna saman á ensku í bænum.

Náttúran í manninum
Dans blandast saman við ljós, hljóð og meira að segja ilm í Flóðreka, nýju verki hjá Íslenska dansflokknum sem unnið er í samstarfi við Jónsa í Sigur Rós. Höfundurinn, Aðalheiður Halldórsdóttir, segir marga Íslendinga hræðast danssýningar en hvetur fólk til að sleppa takinu og leyfa sér að upplifa.

Traustið rjátlast af öllum ráðherrunum öðrum en Daða
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er eini ráðherrann sem nýtur meira trausts nú en í janúar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hrynur í trausti.











