Nýtt efni

Einar hafi vel getað afgreitt NPA samninga sjálfur
Félagsmálaráðherrann Inga Sæland segir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokks, hefði átt að tryggja fólki með fötlun lögbundna þjónustu þegar hann var borgarstjóri. Hún blæs á gagnrýni hans og segir að sveitarfélögum verði ekki sökkt í kostnaði.

Forsetinn reiddist yfir umræðu um ástand hans
Donald Trump er farinn að sýna ýmis merki öldrunar, samkvæmt umfjöllun New York Times. Hann segir blaðakonuna „ljóta“.

Niðurskurður fram undan ef ekki semst um fjármögnun samningsins
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir að framundan sé niðurskurður sem geti „skert lífsgæði í samfélögunum okkar“ verði ekki samið við ríkið um fjármögnun þjónustu við fólk með fötlun.

Bogi undanþeginn sekt fyrir áratuga lán á Kommúnistaávarpinu
Fjölmiðlamaðurinn Bogi Ágústsson hefur skilað eintaki Menntaskólans í Reykjavík af Kommúnistaávarpinu sem hann hafði haft í láni í meira en hálfa öld. Rektor hefur fellt niður áfallnar sektir.

Morgunblaðið og ráðuneytið í harðri deilu út frá ólíkum gögnum
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Morgunblaðið takast á. Ráðuneytið hefur sakað fjölmiðilinn um „vísvitandi“ rangan fréttaflutning en miðillinn hefur setið fast við sinn keip.

Rússar kvarta undan aðkomu Evrópu
Fyrstu viðbrögð rússneskra stjórnvalda við uppfærðu friðarplani Bandaríkjanna eru að fagna „sumum þáttum“ þess, en kvarta undan „afskiptum“ Evrópu.

Blaðamenn verðlaunuðu Þorstein Má
Bankastjóri Íslandsbanka og stofnandi Samherja voru á meðal þeirra sem stjórnendur af fjölmiðlunum Þjóðmálum, Vísi og Morgunblaðsins veittu verðlaun.

Kaupa með fólki til að hreyfa eignir á frosnum markaði
Sjóðir á vegum verktakafyrirtækja sem gerast meðfjárfestar í íbúðum spretta nú upp. Lausn frá norsku fyrirtæki gerir þetta mögulegt. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Íslandi segir „algjört frost á markaði“ hafi orðið til þess að verktakar skoðuðu þessa leið.

Stórauka gjaldtöku á erlenda ferðamenn
Bandarísk yfirvöld ætla að rukka útlendinga um meira en 30 þúsund krónur fyrir passa til að heimsækja marga þjóðgarða og láta þá þannig fjármagna viðhald þeirra. Íslensk yfirvöld hættu við að rukka 2.400 krónur með náttúrupassa.

Witkoff sendur til Moskvu í leit að friði
Uggur og síðan efi í Evrópu á meðan Bandaríkin segjast vera að innsigla friðaráætlun fyrir Úkraínu og Rússland. Erindreki Trumps sendur til fundar við Pútín, sem lét sprengjum rigna yfir Kyiv í nótt.

Einar vill að fjárlögum verði breytt: „Svik við fólk með fötlun“
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsókanrflokksins, segir það að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að veita fólki með fötlun tiltekna þjónustu án þess að því fylgi fjármagn sé eins og að panta kampavín á veitingastað en senda reikninginn á næsta borð. Hann gagnrýnir Ingu Sæland og ríkisstjórnina harðlega.

Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson flugu hátt í viðskiptalífinu, en fóru í þrot. Ekkert fékkst upp í kröfur ráðgjafarfélags þeirra sem nú er gjaldþrota. Þeir hugsuðu of stórt og tóku of mikla áhættu, en viðskiptaferill þeirra er táknrænn fyrir tíðarandann.

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
Gísella Hannesdóttir fékk taugaáfall og missti heilsuna í sumar í kjölfar sjálfsvígstilraunar yngri systur sinnar. Hún upplifir að aðstandendur sjúklinga með alvarleg geðræn veikindi fái ekki nægan stuðning í heilbrigðiskerfinu. „Það er kannski einn fjölskyldumeðlimur sem er veikur en allir í fjölskyldunni fara í hyldýpið með þeim,“ segir hún.











