Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

Jón­as Garð­ars­son, formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands, sigldi skemmti­bát sín­um full­ur upp á sker og olli með því dauða tveggja mann­eskja. Hann reyndi að koma sök­inni yf­ir á ann­að hinna látnu og greiddi að­stand­end­um aldrei bæt­ur.

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
Olli dauða Friðriks og Matthildar Jónas Garðarsson olli dauða Friðriks Hermannssonar þegar hann, drukkinn, stýrði bátnum Hörpu á mikilli ferð upp á Skarfasker árið 2005. Hann varð síðan valdur að dauða Matthildar Harðardóttur þegar hann sigldi stórlöskuðum bátnum af skerinu með þeim afleiðingum að honum hvolfdi og Matthildur drukknaði.

Aðfaranótt 10. september 2005 steytti skemmtibáturinn Harpa á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi á mikilli ferð. Fimm manns voru í bátnum og létust tveir farþeganna í slysinu, þau Friðrik Hermannsson og Matthildur Harðardóttir. Við stýri bátsins stóð eigandi hans, Jónas Garðarsson, sem þá var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og nú formaður sama félags, sem heitir í dag Sjómannafélag Íslands. Jónas var drukkinn við stýrið. Hann gerði ekki ráðstafanir til að bjarga farþegum bátsins, þar á meðal konu sinni og barni, og olli það aðgerðarleysi hans dauða Matthildar, samkvæmt dómi yfir honum. Við réttarhöld vegna málsins reyndi Jónas að koma ábyrgð á slysinu yfir á Matthildi, sem héraðsdómur kallaði „óskaplegt tiltæki“. Jónas greiddi aðstandendum þeirra Friðriks og Matthildar aldrei þær bætur sem hann var dæmdur til að greiða.

DæmdurJónas var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2006 fyrir manndráp af gáleysi. Sá dómur var ári síðar staðfestur af Hæstarétti.

Fullur í náttmyrkri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu