Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flestir lifa af barnsmissi en enginn verður samur

Einn dag­inn var Hild­ur Óla­dótt­ir á leið út úr dyr­un­um þeg­ar hún fann að eitt­hvað var að, það var sem hún væri með kveikju­þráð innra með sér sem sí­fellt stytt­ist í þar til hún sprakk, brotn­aði nið­ur og há­grét. Lang­an tíma tók að greina hana með kuln­un sem má rekja til röð áfalla og streitu, en eft­ir barn­smissi varð líf­ið aldrei samt. Hún fann sig á ný með því að gera upp hús í gamla þorp­inu sínu á Kópa­skeri þar sem hún hyggst reka ferða­þjón­ustu, með heit­um pott­um, sjó­böð­um og litl­um bát í höfn­inni.

Röð áfalla varð þess valdandi að sorgin ruddi sér leið inn í hjarta Hildar Óladóttur, festi þar rótum og kippti síðar undan henni fótunum. Á dimmustu dögunum ákallaði hún son sinn og föður sem báðir voru látnir. Með táraflauminn streymandi ofan í koddann, samanhnipruð í fósturstellingunni faðmaði hún þéttingsfast að brjósti sér mynd af syni sínum og föður. Hún bað þá um að breiða út arma sína og leyfa sér að koma til þeirra. Hildur gat ekki afborið meiri sorg í þessari jarðvist og var tilbúin til þess að yfirgefa hana, hún þráði hvíld, hún gat ekki meir. Ekkaþung tárin hættu ekki að streyma ofan í koddann þar til hún að lokum sofnaði. Hún vaknaði nokkrum stundum síðar, horfði á mynd af eftirlifandi börnum sínum sem kölluðu til hennar: „Mamma! Þú mátt ekki gleyma okkur, við erum hér!“

Barnsmissirinn er stærsta áfallið í lífi Hildar, sem síðar átti stóran þátt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu