Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Greiddu sér hundruð milljóna arð í skjóli einokunar

Þrír stór­ir hlut­haf­ar í ISNIC, einka­fyr­ir­tæki sem held­ur ut­an um skrán­ingu léna með end­ing­una .is, hafa greitt sér sam­tals 320 millj­óna arð út úr fyr­ir­tæk­inu frá ár­inu 2011.

Greiddu sér hundruð milljóna arð í skjóli einokunar
ISNIC hefur fjárfest umtalsvert í hugbúnaðarþróun, vélbúnaði og aðstöðu og þykir almennt hafa staðið vel að umsýslu og uppbyggingu íslenska landslénsins. Eigendur eru Jens Pétur Jensen, Magnús Soffaníasson og Bárður Hreinn Tryggvason.

Internet á Íslandi (ISNIC), einkafyrirtæki sem er í einokunaraðstöðu við skráningu léna með endinguna .is, hefur greitt hluthöfum rúmlega 500 milljóna króna í arð frá árinu 2011. Alls 320 milljónir hafa runnið til þriggja einkafjárfesta miðað við verðlag dagsins í dag, þar af 150 milljónir til framkvæmdastjórans, Jens Péturs Jensen, sem á 29,51 prósents hlut í fyrirtækinu. 

Eins og Póst- og fjarskiptastofnun hefur margsinnis bent á er skráning landsléna víðast hvar á hendi opinberra stjórnvalda, háskóla eða sjálfseignarstofnana. ISNIC er hins vegar einkafyrirtæki, rekið í hagnaðarskyni í skjóli einokunar á markaði, en starfsemin var einkavædd í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2001.

Fyrirtækið hefur fjárfest umtalsvert í hugbúnaðarþróun, vélbúnaði og aðstöðu og þykir almennt hafa staðið vel að umsýslu og uppbyggingu íslenska landslénsins. Hins vegar er árgjaldið hærra heldur en tíðkast víða annars staðar. Árgjald léns hjá ISNIC er 5.980 krónur og námu tekjur fyrirtækisins af lénaskráningu 275 milljónum í fyrra og 265 milljónum árið 2016.

77 prósent hlutafjár í höndum einkaaðila

Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur á 18,66 prósenta hlut í ISNIC, Alþingi á 1,15 prósent, Raunvísindastofnun Háskólans á 1,13 prósent, Reykjavíkurborg á 0,41 prósent og ríkissjóður 1,91 prósent. Að öðru leyti er fyrirtækið í höndum einkaaðila. 

Stærstu einkafjárfestarnir aðrir en Jens eru Magnús Soffaníasson, kerfisstjóri og einn af stofnendum tölvu- og fjarskiptafyrirtækisins TSC ehf., með 16,77 prósenta hlut og Bárður Hreinn Tryggvason fasteignasali með 16,24 prósenta hlut. Nafn Magnúsar rataði í fréttir fyrr á þessu ári þegar hann lenti í þriðja sæti á lista ríkisskattstjóra yfir 40 hæstu skattgreiðendur landsins eftir að hafa hagnast umtalsvert á sölu hlutabréfa í fjölskylduútgerðinni Soffaníasi Cecilssyni. Magnús og Bárður hafa hvor um sig fengið meira en 80 milljóna arð út út ISNIC frá árinu 2011 miðað við verðlag dagsins í dag. 

Arðgreiðslur Isnic námu samtals 162 milljónum árin 2002 til 2006 en fyrirtækið greiddi ekki út arð árin 2007 til 2010.  Myndin hér að ofan sýnir hagnað og arðgreiðslur ISNIC á nafnvirði milli áranna 2011 og 2018. 

„Ef það væri ekki greiddur arður út úr hlutafélaginu væri þetta mjög lélegt hlutafélag“

„Það verður að vera viðvarandi og góður hagnaður af svona rekstri ef við eigum að geta haldið í við þær kröfur sem gerðar eru til okkar,“ segir Jens Pétur, framkvæmdastjóri ISNIC, í samtali við Stundina. Aðspurður hvort honum finnist ekkert óeðlilegt að tiltölulega fáir einstaklingar fái þennan mikla arð í skjóli einokunaraðstöðu segir hann: „Það verður seint talið skrítið að hlutafélag greiði ekki út arð. Ef það væri ekki greiddur arður út úr hlutafélaginu væri þetta mjög lélegt hlutafélag og hefði ekkert bakland af fjárfestum.“ Jens játar því að fjárfestar hafi fengið margfalt til baka það sem þeir lögðu inn í fyrirtækið í upphafi, en bætir því við að arðgreiðslurnar séu algerlega í takti og hlutfalli við afkomuna. Auk þess séu varasjóðir fyrirtækisins digrir.

Ráðuneyti og háskólinn á meðal stofnaðila

Internet á Íslandi var stofnað árið 1995 til að sjá um rekstur og stjórn landslénsins .is, starfsemi sem áður var á hendi félagasamtakanna SURIS (Samtaka um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) og ICEUUG (Icelandic Unix Users Group). Á meðal stofnaðila ISNIC voru Háskóli Íslands, fleiri mennta- og rannsóknarstofnanir, ráðuneyti, Alþingi og ríkisbankarnir. Megnið af hlutafénu var selt Íslandssíma upp úr aldamótum. Íslandssími, sem síðar varð Vodafone og hluti af Teymi hf., átti rúmlega 92 prósenta hlut í ISNIC til ársins 2007 þegar núverandi stjórnendur og Íslandspóstur keyptu hlutinn.

Jens bendir á að ríkissjóður og nokkrar opinberar stofnanir hafi, illu heilli, selt hluti sína í ISNIC árið 2000, hluti sem þau höfðu fengist gefins við stofnun félagsins  árið 1995. „Ríkissjóður Íslands eignaðist fyrir minn tilverknað á ný myndarlegan hlut í félaginu, eða 18,657 prósent, í gegnum Íslandspóst ohf., þegar Modernus ehf. sem Pósturinn keypti hlut í 2006, rann inn í Internet á Íslandi hf. árið 2007,“ segir Jens.

„Við þetta varð ríkið myndarlegur hluthafi í ISNIC á ný og eignarhaldið víkkaði svo um munaði, en það var skelfilega þröngt áður (Vodafone með 93 prósent hlutafjár). Kaupin voru ekki síður jákvæði fyrir það að nánast allt hlutafé var áður á hendi annars stóra símafélagsins í landinu, en ISNIC stóð lengi vel í stappi við símafélögin því þau beinlínis hindruðu framgang internetsins lengi vel, sem er reyndar önnur saga. Síðasta jákvæða breyting í hlutaskrá ISNIC var svo í janúar 2018 þegar Lífeyrissjóður starfsmanna Ríkisins eignaðist 1,9 prósenta hlut í félaginu, fyrstur lífeyrissjóða.“ 

Póst- og fjarskiptastofnun gagnrýndi fyrirkomulagið

Póst - og fjarskiptastofnun fullyrti í erindi til Alþingis árið 2012 að einokunarstaða ISNIC og skortur á eftirliti hefði gert félaginu kleift að verðleggja skráningu léna með þeim hætti að hagnaður væri umtalsverður. 

„Samanburður á árlegum leyfisgjöldum vegna skráninga léna á Norðurlöndum leiðir í ljós að verðlagning hér á landi er mjög há borið saman við hin Norðurlöndin, en árleg skráningargjöld ISNIC eru 100 til 300 prósentum hærri en gjöld í viðkomandi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár