Einstaklingum sem hyggjast gefa húsgögn til Góða hirðisins er bent á urðunargáma, ef eitthvað sést á þeim. Hefur ramminn þrengst nýlega, þar sem húsgögn sem á sér seljast einfaldlega ekki. „Það er góðæri,“ segir verslunarstjóri.
„Við búum í sturluðu neyslusamfélagi“
Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður birti færslu á Facebook á dögunum þar sem hann undraðist á þessu. Hafði hann nýlega farið með reiðhjól, sófasett og tvö borð sem hann hafði ekki not fyrir og ætlað að gefa í nytjagám, en var honum í öll skiptin bent á af starfsfólki Sorpu að henda mununum í urðunargáma þar sem Góði hirðirinn tæki ekki lengur við húsgögnum og hjólum. Sagðist hann niðurdreginn yfir ástandinu. „Við búum í sturluðu neyslusamfélagi. Við þurfum algjöra endurræsingu á hugsunarhætti.“

Friðrik Ragnarsson, verslunarstjóri Góða hirðisins, segir það ekki svo að verslunin taki ekki lengur …
Athugasemdir