Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki bara strákar sem skeita

Skeiterí­þrótt­ir hafa lengst af ver­ið karllægt um­hverfi. Ný­ver­ið var stofn­að fé­lag í Reykja­vík þar sem kven­kyns skeiter­ar eru í fyr­ir­rúmi.

Þegar ég stóð í fyrsta skipti ofan á rampi á hjólaskautunum var ég handviss um að ég gæti aldrei skautað niður af honum án þess að í besta falli stórslasa mig. Þó svo að ég kynni að skauta og spilaði meira að segja roller derby gerðu þeir þættir mig ekkert minna smeykari fyrir því að fleygja mér fram af einhverjum rampi. En ég var ákveðin, ég ætlaði að gera þetta og neyddist til að treysta á sjálfa mig. Það var ekkert annað að gera en að láta vaða og vona það besta.

Karllægt sport

Hugmyndin um skeitera hefur lengst af verið fléttuð þeirri af gaurum á hjólabrettum, hlaupahjólum, BMX-hjólum og línuskautum. Þetta umhverfi er karllægt, þó að breyting sé að eiga sér stað smátt og smátt og sífellt fleiri konur láti til sín taka í sportinu víða um heim. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma séð stelpu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár