Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Börn þvinguð til umgengni við ofbeldismenn

Sýslu­mað­ur horf­ir kerf­is­bund­ið fram­hjá gögn­um um kyn­ferð­is­brot og heim­il­isof­beldi þeg­ar tekn­ar eru ákvarð­arn­ir um um­gengni og dag­sekt­ir. Mæð­ur eru látn­ar gjalda fyr­ir að greina frá of­beldi ef það leið­ir ekki til ákæru og stúlka var þving­uð til að um­gang­ast föð­ur sem var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn henni.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lítur ítrekað fram hjá vísbendingum um heimilisofbeldi og kynferðisbrot þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni foreldra við börn. 

Rannsóknir á réttarframkvæmd í umgengnismálum á fyrsta áratug þessarar aldar sýna að sýslumannsembætti og dómsmálaráðuneytið þvinguðu börn með kerfisbundnum hætti til umgengni við ofbeldismenn. 

Allt fram til ársins 2013 var ofbeldi föður gegn móður almennt ekki talið hafa þýðingu við ákvörðun sýslumanns um umgengni föður við börnin sín.

Þá þarf ekki að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að barn sé skikkað til að umgangast foreldri sem hefur verið dæmt fyrir kynferðisbrot gegn því.  

Enn í dag kveður sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu upp úrskurði þar sem áhyggjur fagfólks og vísbendingar um kynferðisbrot, jafnvel gögn um framburð barna hjá meðferðaraðilum, eru slegnar út af borðinu sem „tilhæfulausar ásakanir móður“. 

Í umgengnisúrskurði sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp í fyrra er sú staðreynd að móðir sakaði barnsföður sinn um heimilisofbeldi án þess að það leiddi til ákæru notuð gegn henni til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið.

Í öðrum úrskurði sem Stundin hefur undir höndum eru vottorð fagfólks og frásagnir barna af meintum kynferðisbrotum föður hunsaðar og kveðinn upp úrskurður um aukna umgengni þeirra við föðurinn undir þeim formerkjum að bæta skuli upp „tengslarof“ sem hafi orðið milli feðgina.  

Báðir úrskurðirnir eru kveðnir upp af sýslumannsfulltrúanum Maríu Júlíu Rúnarsdóttur, en hún hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um umgengnismál undanfarin ár. María hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar og er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi. 

„Smá barnagirnd í öllum“Geðlæknirinn Richard Gardner, upphafsmaður kenningarinnar um „foreldrafirringarheilkenni“ taldi börn hafa tilhneigingu til að tæla saklausa karlmenn til kynmaka og ásaka þá svo ranglega um misnotkun.

Samkvæmt kenningunni er algengt að mæður, drifnar áfram af vitfirrtu hatri á feðrum, innræti börnum með markvissum hætti ranghugmyndir um að feðurnir hafi misnotað þau. Kenningunni um foreldrafirringu hefur verið hafnað með afgerandi hætti af samtökum geðlækna, sálfræðinga, saksóknara og dómara, enda þykir hún ekki standast vísindalegar kröfur. María Júlía telur hins vegar að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði um hugtakið. Þar rekur hún ýmis einkenni foreldrafirringar sem hún segir að lögfræðingar sem koma að umgengnismálum geti verið vakandi fyrir. 

Viðmælendur Stundarinnar, sérfræðingar í barnarétti auk lögfræðinga og lögmanna sem komið hafa að umgengnismálum, segjast ítrekað hafa orðið varir við orðræðu og hugmyndafræði foreldrafirringar í réttarframkvæmd sýslumannsembætta.

„Að mínu mati er ljóst að sýslumaður hefur að einhverju leyti byggt á þessari hugmyndafræði þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni við börn eða í málum sem varða álagningu dagsekta,“ segir Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður í samtali við Stundina. „Mér finnst sýslumaður oft ganga langt, t.d. fara ýmsar krókaleiðir, í þeirri viðleitni að komast að einhverri fyrirframgefinni niðurstöðu sem samræmist kenningunni um foreldrafirringu. Ég veit að þetta hljómar einkennilega, en þetta er einfaldlega það sem ég hef kynnst í mínum störfum. Svona lítur þetta út, því miður.“

Ofbeldi gegn móður hafði „almennt engin áhrif á umgengni“

Niðurstöður sýslumanns í umgengnismálum eru ekki aðgengilegar almenningi. Hins vegar hafa verið framkvæmdar rannsóknir á réttarframkvæmdinni þar sem úrskurða sýslumanna og ráðuneytis er aflað á grundvelli lagaákvæðis um aðgang að gögnum í rannsóknarskyni. 

Rannsakaði réttarframkvæmdinaElísabet Gísladóttir lögfræðingur greindi réttarframkvæmd sýslumanns í umgengnismálum árið 2009 og starfaði um skeið hjá Umboðsmanni barna.

Elísabet Gísladóttir lögfræðingur framkvæmdi slíka rannsókn árið 2009 þegar hún skrifaði meistaraprófsritgerð um áhrif heimilisofbeldis á ákvarðanir í umgengnis- og forsjármálum. 

Elísabet greindi úrskurði sýslumannsins í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins í umgengnismálum á tímabilinu 1999 til 2009. Niðurstöðurnar voru sláandi. Dæmin sem fjallað er um hér á eftir byggja á upplýsingum sem fram koma í ritgerð Elísabetar, en Stundin fékk aðgang að ritgerðinni við vinnslu þessarar umfjöllunar. Þess er gætt að engar persónugreinanlegar upplýsingar komi fram.

Árið 2005 gerði móðir kröfu um að umgengni föður við son þeirra yrði hafnað á grundvelli þess hve ofbeldishneigður hann væri. Lögð voru fram gögn frá Kvennaathvarfinu og lögreglu og fram kom að faðir beitti móður líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sýslumaður dró það ekki í efa og viðurkenndi að líklega hefði drengurinn skaðast við að horfa upp á ofbeldi gegn móður sinni. Hins vegar fullyrti sýslumaður að „sú togstreita og reiði sem móðir bæri til föður væri ekki síður skaðleg“. Taldi hann að gögnin sem sýndu fram á ofbeldi hefðu ekki þýðingu fyrir úrslit málsins, enda hefði „almennt séð ofbeldi foreldris gagnvart hinu foreldrinu ekki áhrif á umgengni foreldris og barns“. Var því kröfum móðurinnar hafnað og kveðið á um reglulega umgengni drengsins við föður aðra hverja helgi. 

Þetta er ekki einstakt og óvenjulegt dæmi, því sams konar sjónarmið, um að ofbeldi föður gegn móður hafi „almennt engin áhrif á umgengni“, koma fram í að minnsta kosti þremur öðrum sýslumannsúrskurðum sem kveðnir voru upp á tímabilinu 1999 til 2009. 

Misþyrmdi móður og gæludýri en mátti umgangast barnið

Oftast eru umgengnisúrskurðir sýslumanns staðfestir af dómsmálaráðuneytinu, en þegar það er ekki gert kveður dómsmálaráðuneytið oftar en ekki á um enn rýmri umgengnisrétt en sýslumaður. 

Dæmi um slíkt er mál sem kom til kasta sýslumanns og dómsmálaráðuneytisins árin 2003 og 2004. Sýslumaður hafði kveðið á um umgengni barns við föður sinn undir óboðuðu eftirliti barnaverndarnefndar, meðal annars vegna þess að maðurinn hafði sýnt ofbeldisfulla hegðun gagnvart móður og misþyrmt gæludýri barnsins. Dómsmálaráðuneytið komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að fyrst faðirinn hefði aðeins misþyrmt móðurinni og gæludýrinu en ekki barninu væri engin ástæða til að hafa eftirlit með umgengni föðurins við barnið. 

Tveir eftirlitsmenn vegna skapofsa föður 

Í umgengnisúrskurði sem sýslumaður kvað upp árið 2001 kom skýrt fram að það væri afdráttarlaus vilji tveggja drengja að umgangast ekki föður sinn. Hátterni hans vekti ótta hjá þeim, kvíða og vanlíðan en jafnframt var framkoma föður talin svo ógnandi að barnaverndarnefnd taldi einn eftirlitsaðila ekki duga til þess að hafa umsjón með umgengninni. 

Óttast að hugmyndafræði foreldrafirringar ráði förSara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður hefur orðið vör við það í sínum störfum að sýslumaður komist að niðurstöðum sem geti vart átt sér aðrar skýringar en að byggt sé við hugmyndum um foreldrafirringu.

Í stað þess að endurskoða umgengnina ákvað sýslumaður í úrskurði sínum að kveða á um að eftirlitsmennirnir yrðu tveir, einn frá barnaverndarnefnd og einn frá sýslumannsembættinu. Fram kom í niðurstöðu sýslumanns að drengirnir virtust engin tilfinningatengsl hafa við föður sinn önnur en neikvæð, enda hefði hann ítrekað misst stjórn á skapi sínu og sært tilfinningar þeirra. Þrátt fyrir þetta taldi sýslumaður mikilvægt að drengirnir héldu sambandi við föður sinn og hittu hann áfram undir eftirliti. Eftirliti tveggja eftirlitsmanna. 

Reglubundin umgengni þrátt fyrir merki um ofbeldi

Í umgengnismáli frá 2006 hélt móðir barna því fram að faðirinn hefði ítrekað lagt á sig hendur meðan á sambúð þeirra stóð. Börnin höfðu sömu sögu að segja og sögðust ýmist sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að slíku gagnvart systkinum sínum og kærðu sig ekki um umgengni nema þá afar takmarkaða. Þrátt fyrir þetta komst sýslumaður að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að „rækta tilfinningatengsl barnanna við báða foreldra“ með reglubundinni umgengni við föður. 

Í öðru máli, tveimur árum síðar, vildu börn alls enga umgengni við föður sinn, greindu frá því að hann hefði beitt þau andlegu og líkamlegu ofbeldi og sýndu ýmis merki þess. Engu að síður taldi sýslumaður að það væri börnunum fyrir bestu að umgangast föður sinn með reglubundnum hætti. 

Til eru fleiri sambærileg dæmi, svo sem sýslumannsúrskurður frá 2002 þar sem dóttir manns vildi ekki umgangast hann og hafði kært hann fyrir að misþyrma sér en málið verið fellt niður. Þetta var ekki talin nægileg ástæða til að takmarka umgengni. 

Á tímabilinu 1999 til 2009 var aðeins einu sinni kveðinn upp umgengnisúrskurður hjá Sýslumanninum í Reykjavík þar sem fallist var á að umgengni foreldris við barn teldist andstæð hagsmunum barnsins. Í því máli var deilt um umgengni föður við tvær dætur sínar. Gögn málsins, meðal annars álitsgerð frá sálfræðingi, bentu sterklega til þess að faðirinn hefði beitt eldri systurina kynferðisofbeldi. Sýslumaður féllst á að hafna bæri beiðni föður um umgengni við hana, en hins vegar ákvað hann að skikka yngri dótturina til umgengni við föður sinn undir eftirliti barnaverndarnefndar.  

Ógnin jafnvel verri en ofbeldið

„Til hvers vorum við eiginlega að segja frá?“ spyr kona á fertugsaldri, sem var barn í þessum aðstæðum rétt fyrir aldamót. Fimm ára greindi hún móður sinni frá því að faðir hennar hefði misnotað hana. Í kjölfarið sótti móðir hennar um skilnað og upphófust þá harðar deilur um umgengni við börnin þar sem faðirinn lagði stöðugt fram kærur og kvartanir til sýslumanns og dómsmálaráðuneytisins. Móðir hennar flúði á endanum með börnin úr landi, en sneri aftur heim nokkrum mánuðum síðar vegna hótana um að á hana yrðu lagðar dagsektir. 

„Í mínum huga var þetta versta ofbeldið, hvernig pabbi beitti kerfinu fyrir sig. Eilífar kærur varðandi umgengni, kærur sem áttu sér jafnvel enga stoð í raunveruleikanum því við vorum alltaf að hitta hann, og meira en við vildum. Með hverri kærunni þurftum við alltaf að fara annan hring í gegnum kerfið, eins og við þyrftum alltaf að byrja upp á nýtt sem var mjög streituvaldandi, bæði fyrir okkur og mömmu. Við vorum alltaf að tala við fagaðila sem trúðu okkur aldrei, eða það hafði þá allavega engin áhrif á gang mála. Það var mjög vont, jafnvel verra en misnotkunin. Af því að það er eitt að verða fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, en annað þegar kerfið bregst. Vanmátturinn gagnvart því er svo mikill,“ segir konan. 

„Með hverri kærunni þurftum við alltaf 
að fara annan hring í gegnum kerfið“

Mál hennar kom ítrekað til kasta Sýslumannsins í Reykjavík fram til ársins 2002, en þá náði hún loksins þeim aldri að fá að stýra því sjálf hvort hún vildi umgangast föður sinn – sem hún kærði sig ekkert um og hafði ekki viljað um langa hríð.

Konan sýndi blaðamanni Stundarinnar nokkur bréf sem hún skrifaði sem barn, bæði til föður síns og félagsráðgjafa, þar sem hún lýsir aðstæðum sínum, samskiptum við föður sinn og segir mjög skýrt að hún vilji ekki hitta hann. Aðallega vegna þess að samskiptin við hann ollu henni miklum kvíða og óöryggi, útskýrir hún fyrir blaðamanni, og ekki síst vegna þess að í heimsóknum hjá honum hafi hann ítrekað reynt að sannfæra hana um að hann hefði aldrei brotið gegn henni. Auk þess greindi yngri systir hennar frá því að faðir þeirra hefði brotið gegn sér í þessum heimsóknum. 

Misnotkunin var aldrei kærð til lögreglu og þrátt fyrir að barnaverndarnefnd hafi fengið allar upplýsingar um málið í gegnum sýslumannsembættið var málið aldrei meðhöndlað sem barnaverndarmál, aðeins umgengnismál hjá sýslumanni. „Það trúði okkur enginn,“ segir konan. 

Þvinguð til umgengni við föðurinn sem nauðgaði henni

Þau dæmi sem rakin voru hér á undan sýna að umgengnisréttur foreldra er gríðarlega sterkur í íslenskri réttarframkvæmd eins og hún birtist á fyrsta áratug þessarar aldar. 

Umgengnisrétturinn er svo sterkur að hann hefur haldist þótt mörg systkini lýsi sig mótfallin því að hitta foreldri vegna ofbeldis og jafnvel þótt sterkar vísbendingar og rökstuddar áhyggjur sérfræðinga af ofbeldi liggi fyrir. 

Ofbeldi föður gegn móður eða systkini virðist takmarkaða þýðingu hafa haft í ákvörðunum um umgengni föður og barns, og það sem meira er: til eru dæmi um að Sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið skikki barn til að umgangast föður sinn þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn því. 

Í máli frá 2004 lá fyrir að faðir ungrar stúlku hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Hún vildi alls ekki umgangast hann. Engu að síður ákvað sýslumaður að neyða stúlkuna til að umgangast föður sinn og kvalara undir eftirliti. Dómsmálaráðuneytið staðfesti úrskurðinn. 

Barnalögum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi. Var meðal annars lögfest að við ákvörðun umgengni bæri sýslumanni skylda til að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hefðu orðið eða yrðu fyrir ofbeldi. Til grundvallar þessari breytingu lá, samkvæmt greinargerð frumvarpsins, það sjónarmið að „ofbeldi og vanvirðandi háttsemi á heimili barns hefur almennt skaðlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu barns og þroska þess í víðum skilningi“. 

Hefur lagabreytingin haft afgerandi áhrif á réttarframkvæmd sýslumanns? Í raun er ómögulegt að meta það út frá þeim gögnum sem eru opin og aðgengileg almenningi. Hitt er ljóst af nýlegum sýslumannsúrskurðum í umgengnismálum sem Stundin hefur aflað með óformlegum hætti að enn tíðkast að sýslumaður líti framhjá rökstuddum áhyggjum fagfólks af kynferðisbrotum þegar kveðnir eru upp úrskurðir um umgengni. Þá bendir ýmislegt til þess að kenningin um foreldrafirringarheilkennið lifi góðu lífi hjá embætti sýslumanns. Til marks um þetta eru úrskurðir þar sem mæðrum er beinlínis refsað fyrir að greina frá ofbeldi sem þær segja barnsföður hafa beitt sig eða börnin. 

Sigrún Sif Jóelsdóttir

Hafði áhyggjur af heimilisofbeldi

Þriðjudaginn 28. mars í fyrra birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni „Skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar meinaði föður að sækja son sinn: „Ég er með sting í maganum, ég er svo hræddur.““ Fréttinni fylgdi myndband sem kærasta föðurins tók af atburðarásinni sem átti sér stað nokkrum dögum áður, þann 24. mars. Þar má sjá föður drengsins rífast við starfsfólk skólans fyrir aftan bíl þar sem barnið situr óttaslegið í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. 

Óttaðist um barniðSigrún Sif fór fram á umgengni undir eftirliti vegna áhyggna af heimilisofbeldi.

Þegar atvikið átti sér stað var móðir drengsins, Sigrún Sif Jóelsdóttir, stödd á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði hún gert sitt besta til að mæta óskum föðurins um umgengni. Nú var hins vegar runnið upp fyrir henni að sú viðleitni hefði byggt á meðvirkni gagnvart ofbeldi. Hegðun drengsins hafði tekið stakkaskiptum eftir að hann hóf umgengni við föðurinn og Sigrún hafði áhyggjur af því að hann hefði orðið fyrir andlegu ofbeldi. Þess vegna lagði hún fram beiðni til sýslumanns og fór fram á að umgengni föðurins færi eftirleiðis fram undir eftirliti og í öruggu umhverfi. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.