Í eftirpartíi á Sauðárkróki er ein stúlkan ofurölvi, kastar upp og sofnar í rúmi húsráðanda. Meðleigjandi hans hafði fyrr um kvöldið verið eitthvað að daðra við hana en ekkert gerst, enda aldrei neitt verið á milli þeirra, en í stað þess að sofna í sínu herbergi ákveður hann að gera það sem hann kallar „heiðarlega tilraun“, sjá hvort hann „komist eitthvað með hana“, gengur inn í herbergið og leggst upp í hjá henni. Svörin eru skýr þegar hún verður hans var: „Æi, X. Ekki núna. Þú veist. Ekki.“ Hann strýkur á henni líkamann en hún segir honum að hætta. Hún biður hann margoft um að hætta, en hann heldur alltaf áfram, hættir kannski aðeins en heldur svo áfram. Spyr hvort hann megi ekki „gera eitthvað“, losar um brjóstahaldarann til að komast inn á brjóstin og dregur niður um hana buxurnar til að káfa á rassinum. Að koma við brjóst hennar …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Hann saklaus en þær í sárum
Klofningur varð í samfélaginu á Sauðárkróki eftir að ung kona kærði vinsælan fótboltastrák fyrir nauðgun. Stundin hefur rætt við tólf konur vegna málsins, sem kvarta allar undan framgöngu mannsins og lýsa því hvernig hann fær öll tækifærin og starfaði sem fyrirmynd barna á meðan þær glímdu við afleiðingarnar. Stúlkurnar segjast hafa verið dæmdar af samfélaginu, foreldrar þeirra lýsa þögninni sem mætti þeim, en kærum á hendur manninum var vísað frá.
Athugasemdir