Nýtt efni
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð
Erfiðleikar geta verið styrkjandi. Það lærði Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður þegar eiginmaður hennar veiktist alvarlega og lá á sjúkrahúsi í eitt ár en náði að lokum þeim styrk að komast heim og aftur út í lífið. Hún hefur einnig lært að það er engin leið að hætta í pólitík og nú hefur lífið fært henni það verkefni að taka sæti aftur á Alþingi eftir þriggja ára hvíldarinnlögn heima á Suðureyri, eins og hún orðar það.
Fuglaflensan greindist hjá dauðum minki úr Vatnsmýrinni
Áætlað er að um 150 grágæsahræ hafi fundist í Reykjavík frá áramótum. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á að þær hafi allar drepist vegna fuglainnflúensu. Engin ný tilfelli hafa greinst í köttum.
Áhugaleysi hjá nágrannasveitarfélögunum - „Þetta er auðvitað bagalegt“
Engar úrbætur hafa verið gerðar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Reykjavíkurborgar til að fá sveitarfélögin til samstarfs.
Ný samtök gegn kynbundu ofbeldi
Markmið nýrra samtaka gegn kynbundnu ofbeldi er að vinna að réttlátara réttarkerfi og auka vitund í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum. Ólöf Tara Harðardóttir, ein stjórnarkvenna í Vitund, segir feminíska baráttu geta verið bæði erfiða og skemmtilega.
Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
Áföll eru alls konar og geta orðið hvenær sem er á lífsleiðinni. Sjöfn Evertsdóttir, yfirsálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, ræddi við Heimildina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregðast við áfallastreituröskun. Guðrún Reynisdóttir, eigandi Karma Jógastúdíó, segir áfallamiðað jóga hjálpa fólki að finna tengingu við líkamann á ný.
Borghildur Gunnarsdóttir
Mikil tækifæri í vannýttri loftslagsaðgerð
Sérfræðingur í menntateymi Landverndar segir að þátttaka í Grænfánaverkefninu geti haft bein áhrif á vistspor fólks, eins og rannsóknir sýna. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt það sem besta tólið til innleiðingar á menntun til sjálfbærni.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
Á meðan að öfgamenn og nýnasistar víða um heim upplifa valdeflingu og viðurkenningu og fagna ankannalegri kveðju Elons Musks spyr fyrrverandi forsætisráðherra Íslands hvort íslenskir fjölmiðlar ætli í alvöru að flytja þá falsfrétt að handahreyfing sem leit út eins og nasistakveðja, frá manni sem veitir öfgafullum sjónarmiðum vængi flesta daga, hafi verið nasistakveðja.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði öllum kæruliðum Birkis Kristinssonar vegna málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Birkir var dæmdur til fangelsisvistar í Hæstaréttið árið 2015 vegna viðskipta Glitnis en hann var starfsmaður einkabankaþjónustu hans. MDE taldi íslenska ríkið hins vegar hafa brotið gegn rétti Jóhannesar Baldurssonar til réttlátrar málsmeðferðar.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
Embættistaka Donalds Trumps vekur upp spurningar sem við Íslendingar þurfum að hugsa alla leið, meðal annars í ljósi yfirlýsinga hans gagnvart Grænlandi og Kanada, segir Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi. Hann kveðst einnig hafa „óþægindatilfinningu“ gagnvart því að vellauðugir tæknibrósar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með framkvæmdavaldið í langvoldugasta ríki heims.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Hin viðurstyggilega nasistakveðja Elons Musks daginn sem Donald Trump var settur í embætti hefur að vonum vakið mikla athygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðjuna lét Musk flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur forseta Bandaríkjanna. Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Kolefnisföngun knúin áfram af ótta og græðgi
Ástralir eru ekki hrifnir af kolefnisföngunar- og förgunartækninni eða CCS tækninni eins og hún er skammstöfuð á ensku. Í Ástralíu er því haldið fram að hún sé notuð til þess að grænþvo gas- og olíufyrirtæki.
Inúítar mæta til Grænlands
Í upphafi byggðar á Grænlandi var á ferð fólk sem kennt hefur verið við Dorset. Það fólk var þó nær alveg dáið út á Grænlandi þegar norrænir menn hófu landnám um árið 1000 og Inútíar komu svo brunandi frá Síberíu tveimur öldum síðar
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
Fyrsta barnið í yfir þrjá áratugi fæddist á Seyðisfirði í dag eftir snjóþunga nótt þar sem Fjarðarheiðin var ófær. Varðskipið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móðurina á Neskaupsstað. „Þetta er enn ein áminningin um öryggisleysið sem við búum við,“ segir nýbökuð móðirin.