Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leiðbeiningar um hvernig minnka má spillingu á Íslandi

Sam­tök­in Gagn­sæi, sem berj­ast gegn spill­ingu, leggja fram lista yf­ir um­bæt­ur sem þarf að gera á Ís­landi. Eitt at­rið­ið er að minnka leynd.

Leiðbeiningar um hvernig minnka má spillingu á Íslandi
Ísland úr lofti Leynd yfir upplýsingum og tilheyrandi eftirlitsleysi ýtir undir spillingu. Mynd: NASA

Samtökin Gagnsæi, sem berjast gegn spillingu á Íslandi, vara við því að „meiriháttar endurskoðun á íslenskri stjórnsýslu [sé] óhjákvæmileg“, sama hvaða flokkar fari með sigur af hólmi eftir komandi alþingiskosningar.

„Stjórnarslitin sýna að venjur kerfisins – ógagnsæ stjórnsýsluferli og þar með venjubundnar ákvarðanir sem í raun þola ekki dagsins ljós – geta ekki gengið lengur,“ segir í ályktun stjórnar Gagnsæis eftir stjórnarslit sem urðu í kjölfar trúnaðarbrests vegna leyndar og hagsmunatengsla í upplýsingum um veitingu uppreistar æru til handa dæmdum brotamönnum.

Samtökin segja að það sem í ljós hafi komið eftir að leynd var aflétt, að sakamenn gátu fengið uppreist æru og „óflekkað mannorð“, án eftirlits, yfirsýnar eða aðkomu dómstóla, „sýni veikleika kerfis okkar í hnotskurn“. 

„Það sem nú hefur loksins komið upp á yfirborðið er aðeins eitt dæmi um kerfislæga spillingu. Það verður vart augljósara þegar spurt er hvaða rök geti staðið til þess að einstaklingar sem gerst hafa sekir um jafnvel margra ára kynferðisofbeldi geti fengið staðreyndir um fortíð sína þurrkaðar út úr kerfinu og hagað sér eins og það sem þeir voru dæmdir fyrir hafi aldrei gerst.“ 

Gagnsæi leggur til leiðbeiningar í fimm liðum sem þurfi að fylgja eftir á Íslandi, meðal annars að vernda gagnrýnendur og uppljóstrara, að auka skilning á hættum hagsmunaárekstra stjórnmálamanna og svo minnka leynd.

Svona minnkum við spillingu*

1. Tryggja þarf að þeir sem benda á starfsemi eða venjur sem standast ekki lög eða siðferðilega mælikvarða njóti þeirrar verndar sem lög geta veitt gegn ofsóknum.

2. Nauðsynlegt er að vinna með alþjóðastofnunum á borð við OECD, GRECO og Sameinuðu þjóðirnar til að auka gagnsæi í stjórnsýslu og draga úr spillingarhættum.

3. Efla þarf vitund um mikilvægi þess að ekki sé reynt að leyna hagsmunum og hagsmunatengslum. Alltof algengt er að stjórnmála- og embættismenn sinni ekki þessari grundvallarskyldu. 

4. Stjórnvöld eiga að kosta kapps um að veita almenningi upplýsingar sem leyfilegt er að veita, frekar en að halda því leyndu sem lög krefjast ekki að upplýst sé um.

5. Tryggja að enginn hluti stjórnsýslunnar sé eftirlitslaus.

 

* Listinn kemur frá Gagnsæi, fyrirsögn er fjölmiðilsins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár