Gervigreind og netöryggi

Gervi­greind held­ur áfram að umbreyta heim­in­um með ótrú­leg­um hraða, en sam­hliða aukn­um áhrif­um henn­ar verða netör­yggi, sta­f­rænt full­veldi og gagna­vernd lyk­i­lá­skor­an­ir í sí­breyti­legu al­þjóð­legu um­hverfi. Hjálm­ar Gísla­son rýn­ir í og spá­ir fyr­ir um tækni­ár­ið 2026.

Gervigreind og netöryggi

Þriðja árið í röð er það gervigreindin sem tekur mest pláss í tæknispá ársins. Þetta er ekki að ástæðulausu. Gervigreind er að breyta heiminum meira og hraðar en nokkur tækninýjung hefur gert áratugum saman. En vendingar í alþjóðamálum setja líka sitt mark á spána að þessu sinni. Á sviði netöryggis, stafræns fullveldis og gagnaverndar eru krefjandi úrlausnarefni sem munu kalla á athygli á árinu.

Gervigreindarleiðrétting

Eftir því sem leið á árið 2025 fóru raddir um „gervigreindarbólu“ að verða háværari. Sumir hafa vísað til „dotcom“-bólunnar um síðustu aldamót sem hliðstæðu, en þá varð gríðarlegt verðfall á hlutabréfum tæknifyrirtækja í kjölfar mikilla væntinga á lokaárum síðustu aldar.

Í þessu samhengi er rétt að hafa tvennt í huga:

  1. Framfarirnar sem netbólan lofaði í lok síðustu aldar gengu að mestu eftir. Í raun urðu þær langt umfram það sem jafnvel framsýnasta fólk sá fyrir sér: Samskipti, verslun, viðskipti og vinna tóku stórstígum breytingum með …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Magnússon skrifaði
    Hversu mikið vatn þarf til að framleiða hverja einingu, d.t. Terabite, gerfirgreindargetu ? Er til endalaust vatn ?
    https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/osynilega-vatnid-sem-vid-drekkum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist árið 2026?

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár