Þriðja árið í röð er það gervigreindin sem tekur mest pláss í tæknispá ársins. Þetta er ekki að ástæðulausu. Gervigreind er að breyta heiminum meira og hraðar en nokkur tækninýjung hefur gert áratugum saman. En vendingar í alþjóðamálum setja líka sitt mark á spána að þessu sinni. Á sviði netöryggis, stafræns fullveldis og gagnaverndar eru krefjandi úrlausnarefni sem munu kalla á athygli á árinu.
Gervigreindarleiðrétting
Eftir því sem leið á árið 2025 fóru raddir um „gervigreindarbólu“ að verða háværari. Sumir hafa vísað til „dotcom“-bólunnar um síðustu aldamót sem hliðstæðu, en þá varð gríðarlegt verðfall á hlutabréfum tæknifyrirtækja í kjölfar mikilla væntinga á lokaárum síðustu aldar.
Í þessu samhengi er rétt að hafa tvennt í huga:
- Framfarirnar sem netbólan lofaði í lok síðustu aldar gengu að mestu eftir. Í raun urðu þær langt umfram það sem jafnvel framsýnasta fólk sá fyrir sér: Samskipti, verslun, viðskipti og vinna tóku stórstígum breytingum með …


































https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/osynilega-vatnid-sem-vid-drekkum