Af stjórnmálaástandi – úr jólabókaflóðum

Fræði­bæk­ur og rit al­menns efn­is er víð­feðm­ur flokk­ur bæði í Bóka­tíð­ind­um og á sviði bók­mennta­verð­launa. Hér eru tekn­ar til yf­ir­lits­legr­ar grein­ing­ar nokkr­ar sér­vald­ar bæk­ur sem mætti draga sam­an und­ir flokk al­mennra fræð­andi bóka á sviði stjórn­mála og lýð­ræð­is sem sett­ar eru í laus­legt sam­hengi fleirri bóka af svið­um efna­hagspóli­tík­ur.

Leitin að sannleikanum og íslensk stjórnmálafræði eftir Svan Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor birtist fyrst í TMM – Tímariti Máls og menningar, árið 2018, og kom aftur út í greinasafni hans fyrr í ár. Þar rifjar Svanur upp hverjar megináherslur fyrsta kennara hans í stjórnmálafræði hálfri öld áður voru: „Lýðræðið er alls staðar viðkvæmt. Öfgaöfl ógna lýðræðinu. Við verðum ætíð að standa vörð um mannréttindi allra. Annars er stutt í vanþróun lýðræðis – jafnvel hrun lýðræðis og réttarríkis“. Theodore Mitau, kennari Svans, sem hafði þessar áherslur, í Bandaríkjunum árið 1968, var fæddur 1920 og flúði Berlín fjórtán ára gamall, því hann var gyðingur en fjölskyldan hans öll fórst síðan í helförinni. Þessar áherslur virðast eiga vel við enn í dag. Því er mikilvægt að út komi vandaðar bækur sem fjalla um lýðræðið og stjórnmál.  

Spuni, vitlíki og söguskrif

Ein af stóru ógnunum sem steðjar að lýðræðinu nú um stundir felst í …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár