Leitin að sannleikanum og íslensk stjórnmálafræði eftir Svan Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor birtist fyrst í TMM – Tímariti Máls og menningar, árið 2018, og kom aftur út í greinasafni hans fyrr í ár. Þar rifjar Svanur upp hverjar megináherslur fyrsta kennara hans í stjórnmálafræði hálfri öld áður voru: „Lýðræðið er alls staðar viðkvæmt. Öfgaöfl ógna lýðræðinu. Við verðum ætíð að standa vörð um mannréttindi allra. Annars er stutt í vanþróun lýðræðis – jafnvel hrun lýðræðis og réttarríkis“. Theodore Mitau, kennari Svans, sem hafði þessar áherslur, í Bandaríkjunum árið 1968, var fæddur 1920 og flúði Berlín fjórtán ára gamall, því hann var gyðingur en fjölskyldan hans öll fórst síðan í helförinni. Þessar áherslur virðast eiga vel við enn í dag. Því er mikilvægt að út komi vandaðar bækur sem fjalla um lýðræðið og stjórnmál.
Spuni, vitlíki og söguskrif
Ein af stóru ógnunum sem steðjar að lýðræðinu nú um stundir felst í …


























Athugasemdir