„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
Húsin burt Undirskrifasöfnun stendur yfir í mótmælaskyni við framkvæmdina. Mynd: Jón Ágúst Guðjónsson

„Manni finnst svolítið sorglegt að það hafi ekki verið lagt meira upp úr ásýndinni. Upplifunin er að þetta sé bara fyrir gróða og ekki verið að reyna að gera vel, að það sé engin hugsjón á bak við þetta,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir um uppbyggingu sem hafin er í Skaftafelli. 

Svanhvít er meðal íbúa í Öræfum sem flest hafa verið verulega gagnrýnin á framkvæmdina sem er mun stærri í sniðum en upphaflega var samþykkt. Komið hefur verið á fót undirskriftasöfnun inn á Ísland.is sem er titluð Stöðvum framkvæmdir fyrir framan Skaftafell

Sjötíu húsGert er ráð fyrir að sjötíu hús rísi á svæðinu.

Þar kemur fram að andstaða hafi verið gagnvart áformum um að byggja sjötíu smáhýsi, tíu einbýlishús og þrjár þjónustubyggingar, „lesist hótel“, segir í textanum. Því hafi verið samþykkt að minnka byggingarmagn niður í 35 hús. Framkvæmdinni var því ætlað að fara úr 5.200 fermetrum …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Til hvers að hafa skipulagsyfirvöld ef svona klúður fær að standa?
    0
  • MÖG
    Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
    Mikið djöffull eru þetta ljótir kofar, það er ekki einu sinni hægt að líkja þessu við neitt nema hænsnakofa að húsabaki, sem byggður er úr afgangs spýtnarusli í neyð. Það er engin virðing borinn fyrir umhverfinu í þessum arkitektúr. Sem betur fer bý ég á hinu horni landsins og kem því varla til að sjá þessa hörmung.
    2
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Hryggileg er hún stóriðjuvæðing ferðaþjónustunnar þar sem "athafnabestíurnar" eira engu en riðjast inn á friðlýst svæði (með velvilja skammsýnna og gráðugra sveitastjórna) eða í skásta falli upp að mörkum þeirra, hvert sem litið er.
    2
  • Einar Hjartarson skrifaði
    "svefnloft" Merkilegt að Stefán eigi hlut að þessu klúðri.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ríkisstjórnin á að sjá um að þessir kumbaldar verði rifnir niður.
    Náttáran á að sjá um sig sjálf, en ekki einhverjir kumpánar sem ekkert sjá nema peninga
    fyrir sig
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár