Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?

Al­geng gagn­rýni í garð Vik­unn­ar með Gísla Marteini er að sí­fellt bregði fyr­ir sama fólk­inu. En á það við ein­hver rök að styðj­ast? Grein­ing Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að einn gest­ur hafi kom­ið langoft­ast í þátt­inn, og það sama á við um al­geng­asta tón­listarflytj­and­ann.

Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?

Skemmtiþátturinn Vikan með Gísla Marteini hóf göngu sína á dagskrá RÚV fyrir áratug. Í þáttunum, sem eru flestum landsmönnum kunnugir, fær hinn geðþekki Gísli Marteinn Baldursson til sín gesti – yfirleitt þrjá til fjóra í hverjum þætti – sem sitja saman í sófa og spjalla við þáttarstjórnandann. Fastir liðir í þættinum eru yfirferð Gísla á fréttum vikunnar, einhvers konar atriði, yfirleitt tónlist, auk innslaga frá hinni satírísku Berglindi Festival.

„Alltaf sömu gestirnir í sófanum“

Fólk hefur misjafnar skoðanir á þáttunum, eins og gengur. Sennilega er ein algengasta gagnrýnin í garð Vikunnar þó sú að það sé sífellt sama fólkið sem sé boðið til að koma í þáttinn. Ekki þarf að skoða kommentakerfin undir tilkynningum um gesti hverrar viku fyrir sig lengi til að sjá röddum sem kvarta undan einmitt þessu bregða fyrir.

„Endurtekið þáttur með sama fólki ár eftir ár,“ skrifaði Hannes Helgason við færslu RÚV um síðasta þátt Vikunnar …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár