„Það er hægt að vera mjög töff ung gella og skrifa ljóð“

Anna Rós Árna­dótt­ir, Birgitta Björg Guð­mars­dótt­ir og Þór­dís Dröfn Andrés­dótt­ir eiga það sam­merkt að vera ung­ar kon­ur með ljóða­bæk­ur sem hafa vak­ið at­hygli nú í ár. All­ar gengu þær líka í Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð, sem hafði mik­il áhrif á skálda­fer­il þeirra. Um­fjöll­un­ar­efni ljóða þeirra eru þó gíf­ur­lega ólík.

„Það er hægt að vera mjög töff ung gella og skrifa ljóð“

Anna Rós Árnadóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Þórdís Dröfn Andrésdóttir eru ungar skáldkonur sem allar hafa vakið athygli fyrir ljóðabækur sínar sem komu út í ár. Fleira eiga þær sameiginlegt, en allar hafa þær skrifað frá unga aldri og árin í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafði einnig mikil áhrif á skáldaferil þeirra. Umfjöllunarefni ljóða þeirra eru gífurlega ólík en blaðamaður fór á stúfana og komst meðal annars að því hvað veitir þeim innblástur og hvað er á döfinni hjá þessum efnilegu ungskáldum.

Ljóðabálkurinn Draugamandarínur eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur fjallar um athöfnina að borða mandarínur. Hún leiðir lesendur í gegnum ferlið, allt frá því að hýðið er tekið af, maturinn tíndur upp í munn og að lokum kyngt. 

Í verkinu leikur Birgitta sér með hliðstæðurnar milli orðanna sem notuð eru um ávexti og orðin sem notuð eru yfir líkamann. Þar má nefna börk og heilabörk, kjöt og aldinkjöt, húð og hýði. Hún …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár