„Mörg fíkniefnamál hafa fengið nafnið Stóra fíkniefnamálið í gegnum árin. Málið er að innflutningur fíkniefna hefur orðið djarfari með hverju árinu sem líður,“ skrifaði blaðamaður DV þann 26. janúar 2002. Síðan þessi orð voru rituð hefur sannleiksgildi þeirra ekkert minnkað. Æ fleiri og alvarlegri fíkniefnamál koma upp en frumleiki fréttamanna í að finna þeim nöfn hefur lítið aukist.
Þessi tilhneiging er einkum áberandi í málum sem tengjast smygli á kókaíni. Á síðustu áratugum hafa fjölmörg mál komið upp á Íslandi og fengið nafnið „stóra kókaínmálið“. Þrátt fyrir að brotin verði sífellt stærri og alvarlegri tekur nafnið engum breytingum.
Stóru kókaínmálin 1988 og 1992
Að því er blaðamaður kemst næst átti hið upprunalega stóra kókaínmál sér stað árið 1988 þegar 970 grömmum af kókaíni var smyglað til Íslands frá Bandríkjunum. Það var gert með því að fela efnin inni í varadekki bíls sem fluttur var til landsins og komst um helmingur …
Athugasemdir