Um það bil 27 prósent nemenda við Harvard-háskólann eru alþjóðlegir nemendur og stundar þar nám nokkur fjöldi Íslendinga sem lifir við mikla óvissu þessa dagana. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er að útskrifast úr námi við skólann en tilskipunin hefur einnig áhrif á nemendur sem eru að útskrifast.
„Hægt og rólega erum við að sjá fall Bandaríkjanna, þannig hvort sem þetta fer í gegn eða ekki þá vill ríkistjórnin ekki fá gott fólk inn í landið. Þannig það er pínu svona: Á maður að halda áfram að vinna hérna eða ekki?”
Harvard með burði til þess að verjast stjórnvöldum
Að sögn Gunnhildar eru margir nemendur í uppnámi en almennt treystir fólk skólanum vel þar sem hann sé öflugur þegar kemur að bæði fjármagni og tengingum. Einnig hafi nemendur tekið málin í sínar eigin hendur en Gunnhildur segir að margir þeirra séu vel tengdir og séu líka að heyra í lögfræðingum sínum.
Mestu áhrifin eru á nemendur í framhaldsnámi þar sem erfiðara er fyrir þá að skipta um nám en samkvæmt Gunnhildi eru yfirvöld skólans vinna hörðum höndum að því að bregðast við tilskipuninni.
Víðtæk áhrif á atvinnulífið
Tilskipunin mun hafa víðtækari áhrif en á nemendur skólans þar sem margir þeirra nýti tækifæri sem koma í kjölfar námsins til þess að vinna í Bandaríkjunum. „Maður er líka að sjá stærri myndina, sem er að Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji enda vinnuleyfisprógrammið, OPT prógrammið, sem leyfir fólki sem hefur klárað fjögurra ára háskólanámið að fá vinnuleyfi og ég ætlaði að nota það. Þannig ef skólinn missir það leyfi þá get ég ekki fengið vinnuleyfi,” segir Gunnhildur.
„Þannig þetta á ekki bara við um núverandi nemendur heldur alla sem hafa útskrifast úr Harvard og eru að nota það vinnuleyfi,” en yfirleitt er hægt að nýta það í þrjú ár. Gunnhildur bætir við að fólk nýti sér oft þetta leyfi til þess að sækja í kjölfarið um varanlegt vinnuleyfi. „Þetta hefur líka mikil áhrif á mikið af topp bankafólk í Bandaríkjunum og fólki sem er að vinna í háttvirtum stöðum sem hefur kannski útskrifast úr Harvard og er á svona visa.”
Samkvæmt viðtali við Stuart Anderson og Fanta Aw í Washington Post taka alþjóðlegir nemendur mikilvægan þátt í rannsóknum og nýsköpun í Bandaríkjunum. TIl dæmis er að minnsta kosti einn alþjóðlegur nemandi í hópi stofnenda í fjórða hverja sprotafyrirtæki sem metið er á um eða yfir milljarða dollara og skólaárið 2023-2024 skiluðu alþjóðlegir nemendur um 44 milljörðum bandaríkjadollara til bandaríska hagkerfisins.
Gunnhildur segir að þessar aðgerðir stjórnvalda sýni að þau telji mikilvægara að Bandaríkjamenn séu í störfum innan landsins. Hún telur að orðræða Repúblikana sé „öfgakennd þjóðernishyggja á kostnað þeirrar þjóðarhags,” og bætir því við að Repúblikanar búi greinilega yfir það miklu útlendingahatri að þeir séu tilbúnir að taka á sig „mikið tap á velferð.”
Fólki „sparkað úr landi” fyrir að verja stjórnarskrána
Gunnhildur segir að þessar tilskipanir séu „bein árás á tjáningarfrelsi.” Hún er þó bjartsýn á að Harvard muni ná að halda í sitt leyfi til þess að vera með alþjóðlega nemendur, en henni þykir staðan miður fyrir aðra skóla sem hafa ekki sama aðgengi að fjármagni og lögfræðiaðstoð. „Við höfum séð eins og að Columbia háskóli hefur verið að gefa eftir. Þau eru að leyfa Trump að mæta með ICE og að taka nemendur sem hafa opinskátt gagnrýnt Ísrael,” segir Gunnhildur, en ICE sem eru innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna, hafa sætt harðri gagnrýni undanfarið. Meðal annars fyrir það að handtaka erlenda nemendur og setja í gæsluvarðhald vegna yfirlýsts stuðnings þeirra við Palestínu sem yfirvöld líta á sem meintan gyðingahatur.
Hún segir að þótt hún sé bjartsýn á að Harvard vinni þessa málsókn þá vilji Trump ráða eins og kóngur. „Það getur verið að eftir eitt ár að allt sem forsetinn skrifar undir það fer yfir lög. Það er örugglega það sem ég er mest við – það er örugglega sanna ógnin ef Trump fær vald yfir þinginu.”
28. maí, 2025: Fyrsti viðauki (e. amendment) bandarísku stjórnarskránar snýr að tjáningarfrelsi. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Fyrirsögn hefur einnig verið uppfærð.
Athugasemdir (1)