Pönkarinn sem eyðileggur verk annarra og skapar úr þeim list

The Clock eft­ir Christian Marclay hef­ur víða ver­ið kall­að mik­il­væg­asta lista­verk 21. ald­ar­inn­ar. Sjálf­ur hef­ur hann jafn­vel ver­ið kall­að­ur einn merk­asti lista­mað­ur sam­tím­ans. Hann var þó við það að gefa mynd­list­ina al­far­ið upp á bát­inn eft­ir lam­andi blankheit og henti öllu mynd­list­ar­dót­inu sínu.

Pönkarinn sem eyðileggur verk annarra og skapar úr þeim list

Christian Marclay er svissnesk-amerískur listamaður. Árið 2010 var verkið hans, The Clock, frumsýnt í White Cube-galleríinu í London. Ári síðar fór Marcley með verkið á Feneyjatvíæringinn og vann Gullnaljónið, aðalverðlaun hátíðarinnar, það árið. The Clock er enn þann dag í dag hans frægasta verk og hefur víða verið kallað mikilvægasta listaverk tuttugustu og fyrstu aldarinnar, og Marcley jafnvel verið kallaður einn merkasti listamaður samtímans.

Verkið The Clock er sólahrings myndband sem Marcley og aðstoðarfólk hans voru þrjú ár að klippa saman. Sýning á því hefst alltaf á sama tíma, klukkan fimm síðdegis á staðartíma. Það sem gerir The Clock sérstakt er að myndbandsbrotin sem verkið er sett saman úr vísa stöðugt í eða sýna klukkur, og tíminn í verkinu speglar alltaf tímann á staðnum sem það er sýnt. Þegar horft er á The Clock fylgist áhorfandinn því með tímanum líða.

Nú hefur Íslendingum loks gefist kostur á að horfa á …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár