Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Stuðningsmaður Áslaugar býst við mótframboði á næsta fundi

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur 45. lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins um helg­ina. Þar komu við sögu hníf­jafn­ar for­manns­kosn­ing­ar, land­vinn­ing­ar sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi á fjöl­miðla­borð­inu og kampa­víns­bjalla.

Föstudagur 28. febrúar 2025

Ég stend í einni af mörgum biðröðum fólks inni í Laugardalshöll og bíð þess að skrá mig inn á eina stærstu stjórnmálasamkomu á Íslandi, landsfund Sjálfstæðisflokksins.

„Verið tilbúin með skilríkin!“ stendur á töflum fyrir ofan afgreiðsluna. Ég giska á að það séu svona sjötíu manns hérna sem bíða þess að skrá sig inn. Þetta minnir dálítið á innritunarsal í flugstöð.

Það er föstudagur og klukkan er að verða fjögur. Þetta er fyrsti dagur fundarins af þremur. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er í framboði til formanns, kemur inn þegar ég hef staðið í röðinni í örstutta stund. Hún er brosandi og faðmar strax einn flokksmann að sér. Hún gengur að röðinni við hliðina á þeirri sem ég stend í og heilsar fólkinu þar. Guðrún biður þó fljótlega mann, sem virðist á hennar vegum, að standa í staðinn fyrir hana í röðinni á meðan hún heilsar fleirum. Röðin …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Það er aldeilis að það er lagt í myndasýningu af landsfundi xD mafíunnar! Þessi flokkur er með < 20 % fylgi í dag. Var svona flott umfjöllun af landsfundi Samfylkingar, Viðreisn og Flokki fólksins? Í dag fáið þið uppsagnarbréf mitt, ég vil ekki sjá Heimildina meira.
    -4
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Óþarfi að vera með svona slettur í garð Áslaugar, þó henni hafi orðið á að tala eins og forréttinda stelpa þarna um árið. Hún er ábyggilega hörkudugleg, þó ég voni að hun verði málefnaleg í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Vona að þinginu lánist að vera duglegt að afgreiða mál en ekki eyða dýrmætum tíma í karp og skítkast.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Nú getur Áslaug Arna einbeitt sér að humrinum og kampavínssötrinu :-)
    0
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Góð grein en eins og svo oft fer GOLLI með sigur af hólmi.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár