Þegar skrifað er viðtal við Ragnar Kjartansson dugar ekkert minna en að hlusta á Óðinn til gleðinnar. Að stíga inn í vinnustofuna hans er kúnstpása frá heiminum þarna úti sem virðist við það að kollvarpast fram af brúninni – og öfugsnúinn léttir að heyra Ragnar minna á að Beethvoen hafi lifað líka tíma og nú.
„Beethoven er af kynslóð sem varð fyrir miklum vonbrigðum,“ minnir hann á. „Sem maður frjálslyndis og frelsis, maður sem elskaði upplýsinguna og hugmyndir frönsku byltingarinnar en endar svo bara á skeiði Napóleons sem afskræmir þær í einræði, ritskoðun og djöfulgangi sem drepur allt!“
Nánar verður vikið að örlögum tónskáldsins síðar í viðtalinu. Byrjum upp á nýtt, enda við hæfi að viðtal við Ragnar endurtaki sig.

Hvar er Valli?
Nýverið opnaði Ragnar sýningu í I8 í Marshall-húsinu með yfirskriftinni: Brúna tímabilið. Undirrituð …
Athugasemdir