Efnahagslegir hagsmunir og alþjóðleg varnarmál hafa samþæst mikið á undanförnum þremur árum. Viðskiptaþvinganir annars vegar sem viðbragð við innrásum og tollastríð hins vegar sem viðbragð við auknum efnahagslegum yfirráðum.
Heimshagkerfið er að ganga í gegnum mikið breytingaskeið þar sem vægi austursins eykst og vægi Vesturlanda minnkar hröðum skrefum. Nágrannaerjur og alþjóðastjórnmál samþættast nú sem aldrei fyrr. Efnahagslegar afleiðingar breyttra yfirráða í kringum siglingaleiðir gætu því orðið fréttaefni alþjóðlegra viðskiptafrétta á næstunni.
Staða Íslands með tilliti til Grænlands og afstöðu til Evrópusambandsins gæti þurft að breytast á álíka hraða og hvernig afstaða Finna og Svía til Nató umturnaðist við innrás Rússlands í Úkraínu.
Vandi Grænlendinga og Íslendinga
Síðasta föstudag afhjúpaði Financial Times að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði þurft að sitja undir fyrirlestri hins nýja og gamla forseta Bandaríkjanna í þriggja kortera löngu símtali sem lýst var sem kaldri sturtu. Heimildir blaðsins komu úr fimm áttum hátt innan evrópska stjórnkerfisins.
Athugasemdir (1)