Vegsemd þess og vandi að vera fullvalda: Nálægðin við trumpíska landvinninga

Græn­land er nær Banda­ríkj­un­um en Dan­mörku land­fræði­lega. Bráð­ræði Don­alds Trump og bráðn­un Norð­ur-Ís­hafs­ins birta okk­ur stöð­una í breytt­um heimi. Mette Frederik­sen fékk að heyra það frá hon­um í sím­tali sem skek­ið hef­ur stjórn­kerfi Evr­ópu og Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Efnahagslegir hagsmunir og alþjóðleg varnarmál hafa samþæst mikið á undanförnum þremur árum. Viðskiptaþvinganir annars vegar sem viðbragð við innrásum og tollastríð hins vegar sem viðbragð við auknum efnahagslegum yfirráðum.

Heimshagkerfið er að ganga í gegnum mikið breytingaskeið þar sem vægi austursins eykst og vægi Vesturlanda minnkar hröðum skrefum. Nágrannaerjur og alþjóðastjórnmál samþættast nú sem aldrei fyrr. Efnahagslegar afleiðingar breyttra yfirráða í kringum siglingaleiðir gætu því orðið fréttaefni alþjóðlegra viðskiptafrétta á næstunni.

Staða Íslands með tilliti til Grænlands og afstöðu til Evrópusambandsins gæti þurft að breytast á álíka hraða og hvernig afstaða Finna og Svía til Nató umturnaðist við innrás Rússlands í Úkraínu. 

Vandi Grænlendinga og Íslendinga

Síðasta föstudag afhjúpaði Financial Times að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði þurft að sitja undir fyrirlestri hins nýja og gamla forseta Bandaríkjanna í þriggja kortera löngu símtali sem lýst var sem kaldri sturtu. Heimildir blaðsins komu úr fimm áttum hátt innan evrópska stjórnkerfisins. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Bægslagangurinn í Trump og Musk, auk innanbúðarvanda Evrópu, þjónar BRICS vel.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár