Tommi.“
Þannig kynnir dr. Thomas Ragnar Wood sig fyrir blaðamanni á Læknadögum þar sem hann var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir málstofu þar sem hann fjallaði um lífsstílslækningar. „Mamma er íslensk,“ segir hann á íslensku áður en hann skiptir yfir í enskuna, það er honum eðlislægara. „Pabbi er breskur og við bjuggum í Bretlandi en lengst af í Bandaríkjunum en mamma flutti aftur til Íslands fyrir 15 árum.“
Tommy, eins og hann er gjarnan kallaður (með y, ekki i), er læknir og prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla og stofnandi og stjórnandi Félags lífsstílslækninga á Bretlandi (e. British Society of Lifestyle Medicine), en síðustu ár hefur hann sérhæft sig í lífsstílslækningum. Erindi hans á nýafstöðnum Læknadögum fjallaði einmitt um lífsstílslækningar, annars vegar um vísindalegan grunn þeirra og hins vegar um taugavísindin sem liggja þar að baki.
Lífsstílslækningar (e. Lifestyle Medicine) hafa verið að ryðja sér til …
Því tengt vil ég vekja athygli á "hreyfingu" eða nálgun í samþættingu félagslegrar- og heilbrigðisþjónustu sem nýtur vaxandi fylgis. Kallað "Social Prescribing".