Ekki lengur að pæla í að vera aðalmaðurinn

Fram­tíðaráform Kilj­ans Vals Val­geirs­son­ar Holz eru óákveð­in, en það er tvennt í stöð­unni: Að fylgja hjart­anu og ger­ast lista­mað­ur eða elta pen­ing­inn.

Ekki lengur að pæla í að vera aðalmaðurinn
Aðalmaðurinn Kiljan Valur Valgeirsson Holz upplifði sig sem aðalmanninn í grunnskóla en það var breyting að fara í menntaskóla. En það er allt í lagi, hann er ekkert að pæla í því að vera aðalmaðurinn lengur. Framtíðin bíður. Mynd: Heimildin/Erla María

„Það var ákveðin upplifun að útskrifast úr grunnskóla og fara í menntaskólann. Það var breyting, sérstaklega af því maður var búinn að vera með sama fólkinu í tíu ár í Austurbæjarskóla, bara slakt. 

Það fóru fáir í Kvennó, það var aðallega MR og Versló. Svo fórum við nokkrir í Kvennó. Fyrst var það ekki æðislegt, okkur fannst þetta ekki geggjað. En við tókumst á við þetta og gerðum þetta. En það var svolítið skrýtið að fara frá Austurbæjarskóla þar sem maður er búinn að vera með öllum, þekkir alla, hafa gaman, maður er aðalmaðurinn, ógeðslega gaman og létt, svo fer maður og byrjar upp á nýtt. 

„Ætla ég að elta listina eða peninginn?“

Ég er á öðru ári núna. Við erum bara að gera okkar, ég er ekki mikið að pæla í því að vera aðalmaðurinn núna. Ég var með smá slæmt hugarfar í byrjun en núna er þetta að breytast aðeins. Fyrst fannst mér þetta ömurlegt, mig langaði að skipta um skóla, fara. En núna er lítið eftir og ég ætla að klára þetta. Þrjú ár er stuttur tími, það er svolítið mikið að þjappa þessu í þrjú ár, við erum alltaf að læra og læra og læra. Það væri betra að hafa fjögur ár, þá væri meiri tími til að hugsa hvað ég vil gera. Ég gæti verið slakari og notið þess að vera þarna í staðinn fyrir að hugsa bara um að læra.  

Ég finn ekki fyrir neinni pressu samt í lífinu, ég er bara slakur. Ég er með tvær hugsanir fyrir framtíðina: Annaðhvort að fylgja hjartanu og gera eitthvað skemmtilegt, eins og einhverja list eða eitthvað, teikna, mála eða hanna. Eða elta peninginn. Ég þarf svolítið að ákveða mig, þetta er erfitt. Það er ekki langt þangað til ég þarf að fara að pæla í þessu. Ætla ég að elta listina eða peninginn?“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár