Inga Sæland er um margt óvenjulegur stjórnmálamaður. Hún, lögblindur öryrkinn, skaust fram með Flokk fólksins árið 2016 og náði inn á þing í kosningum ári seinna. Síðan þá hefur hún verið óskoraður leiðtogi í sínum flokki og staðið sterk sem slíkur, þrátt fyrir að hafa upplifað eitt og annað á pólitíska sviðinu, eins og það að missa hálfan þingflokk sinn yfir til Miðflokksins í kjölfar Klausturmálsins.
Nú upplifir hún og hreyfing hennar í fyrsta sinn að fara með völd, en Inga tók við lyklunum að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fyrir jól. Margir hafa væntingar til Ingu og flokksins hennar, það þarf ekki annað að heimsækja Facebook-síðu flokksformannsins til að átta sig á því. Þangað hrönnuðust inn heillaóskir og velfarnaðarkveðjur á meðan stjórnarmyndunin stóð yfir og þær hafa haldið áfram að berast frá því ríkisstjórn Flokks fólksins með Samfylkingu og Viðreisn tók við völdum.
Flokkur fólksins hefur, umfram alla aðra flokka, sótt …
Athugasemdir (1)