Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að ekki megi lesa of mikið í kjör Donalds Trumpssem forseta Bandaríkjanna í annað sinn, í þeirri meiningu að rúmur helmingur bandarískra kjósenda sé með því sérstaklega að lýsa sig fylgjandi orðræðu og öllum ítrustu fyrirætlunum Trumps. Sigur hans megi skýra með sömu skýringum og helst hafa verið notaðar til að skýra út kosningaúrslit í Bandaríkjunum undanfarna öld.
„Hann boðar frelsi einstaklingsins, hann boðar lága skatta, hann er bandaríski draumurinn holdi klæddur, fyrir helming Bandaríkjamanna,“ segir Baldur í samtali við Heimildina frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. „Ég held að alla Bandaríkjamenn dreymi bandaríska drauminn. Og Trump er hann og lofar að halda honum á lífi. Það eru allir að vonast til þess að einn góðan veðurdag detti bandaríski draumurinn í fangið á þeim. Þeir telja að Trump og Repúblikanar séu líklegri til þess að láta það gerast en Demókratar,“ segir Baldur.
„Þetta held ég að sé …
Athugasemdir