„Bandaríski draumurinn holdi klæddur“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Bald­ur Þór­halls­son seg­ir að kjör Don­alds Trump skýrist helst af hefð­bundn­um efna­hags­leg­um ástæð­um. Fyr­ir mörg­um Banda­ríkja­mönn­um sé verð­andi for­seti hold­gerv­ing­ur banda­ríska draums­ins og lík­legri til að halda hon­um á lífi en fram­bjóð­andi Demó­krata­flokks­ins. Bald­ur seg­ir að ís­lenskra stjórn­valda bíði það verk­efni að reyna að sog­ast ekki inn í við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína.

„Bandaríski draumurinn holdi klæddur“
Trump og Harris mættust Donald Trump vann kosningarnar með yfirburðum og boðar hefðbundna einangrunarstefnu, verndartolla og minni aðkomu að stríðsátökum annarra ríkja. Mynd: AFP

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að ekki megi lesa of mikið í kjör Donalds Trumpssem forseta Bandaríkjanna í annað sinn, í þeirri meiningu að rúmur helmingur bandarískra kjósenda sé með því sérstaklega að lýsa sig fylgjandi orðræðu og öllum ítrustu fyrirætlunum Trumps. Sigur hans megi skýra með sömu skýringum og helst hafa verið notaðar til að skýra út kosningaúrslit í Bandaríkjunum undanfarna öld. 

„Hann boðar frelsi einstaklingsins, hann boðar lága skatta, hann er bandaríski draumurinn holdi klæddur, fyrir helming Bandaríkjamanna,“ segir Baldur í samtali við Heimildina frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. „Ég held að alla Bandaríkjamenn dreymi bandaríska drauminn. Og Trump er hann og lofar að halda honum á lífi. Það eru allir að vonast til þess að einn góðan veðurdag detti bandaríski draumurinn í fangið á þeim. Þeir telja að Trump og Repúblikanar séu líklegri til þess að láta það gerast en Demókratar,“ segir Baldur.

„Þetta held ég að sé …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár