Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ekki vera svona skemmtilegur ef þú vilt ekki lenda í skáldsögu

Segja má að skál­dævi­sög­ur og sann­sög­ur séu það form skáld­skap­ar sem á til að valda hvað mest­um usla. Þannig skáld­skap­ur tendr­ar oft mikla for­vitni og um leið vanga­velt­ur. Já, og um­ræðu! Rætt er við Guð­rúnu Evu Mín­ervu­dótt­ur sem bregð­ur nú í ann­að skipti á leik með þetta form í bók­inni Í skugga trjánna.

Já, margir, bæði lesendur og þau sem skrifa, eru blóðforvitnir um þessa aðferð þar sem skáldskapurinn og lífið dansa. Um leið og segja má að allar bækur séu á einhvern hátt sjálfsævisögulegar, sprottnar úr hugarheimi höfundar. 

Hvað má segja og hvað má ekki segja? er spurning sem undirrituð heyrir hvað oftast við að kenna skapandi skrif. Það brennur á mörgum að túlka sögu sína en ... hvað má? Hversu langt er höfundi óhætt að seilast svo hann geti lifað með sjálfum sér og öðrum?

Kannski er heldur ekki úr vegi að segja að höfundur í örsamfélaginu Íslandi eigi jafnvel erfiðara um vik en höfundar í stærri samfélögum með að svamla frjáls í þessu formi. Hér hættir öllu til að vera tengt við einhvern og stundum á fólk til að lesa skáldskap eins og slúðurblað. En! Skáldskapur er túlkun, rétt eins og hljóðfæraleikur einleikarans.

Þar sem þessi tegund skáldskapar á til …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár