Já, margir, bæði lesendur og þau sem skrifa, eru blóðforvitnir um þessa aðferð þar sem skáldskapurinn og lífið dansa. Um leið og segja má að allar bækur séu á einhvern hátt sjálfsævisögulegar, sprottnar úr hugarheimi höfundar.
Hvað má segja og hvað má ekki segja? er spurning sem undirrituð heyrir hvað oftast við að kenna skapandi skrif. Það brennur á mörgum að túlka sögu sína en ... hvað má? Hversu langt er höfundi óhætt að seilast svo hann geti lifað með sjálfum sér og öðrum?
Kannski er heldur ekki úr vegi að segja að höfundur í örsamfélaginu Íslandi eigi jafnvel erfiðara um vik en höfundar í stærri samfélögum með að svamla frjáls í þessu formi. Hér hættir öllu til að vera tengt við einhvern og stundum á fólk til að lesa skáldskap eins og slúðurblað. En! Skáldskapur er túlkun, rétt eins og hljóðfæraleikur einleikarans.
Þar sem þessi tegund skáldskapar á til …
Athugasemdir