Sjö ára langri stjórnartíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er nú lokið og kosningar á næsta leiti. Af því tilefni er vert að líta yfir farinn veg og kanna hvaða mál ríkisstjórnin náði að leiða til lykta áður en stjórninni var slitið og hvaða mál náði ekki að klára.
Í inngangi seinni stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2021 segir að á fyrsta kjörtímabili sínu, árið 2017 til 2021, hafi ríkisstjórnin lagt áherslu á að „byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan og efnahagslegan stöðugleika“.
Í millitíðinni gekk samfélagið í gegnum ýmis óvænt áföll á borð við heimsfaraldur og efnahagskreppu. Með þá reynslu og lærdóm á bakinu endurnýjuðu flokkarnir þrír samstarf sitt og áhersla var lögð á að „horfa til framtíðar og sækja fram í þágu velsældar“.
Grundvöllur þessara framfara var þó sem fyrr jafnvægið sem þessir þrír ólíku stjórnmálaflokkar …
Athugasemdir