„Af hverju skrifa ekki allir glæpasögur?“

Hið ís­lenska glæpa­fé­lag fagn­ar 25 ára af­mæli í ár með al­gjöru glæpa­fári. Úti um allt land hafa ver­ið – og verða út ár­ið – hinir og þess­ir blóð­ugu við­burð­ir. Æv­ar Örn Jóseps­son hef­ur gert sögu fé­lags­ins skil og ræð­ir glæpa­fár­ið.

„Af hverju skrifa ekki allir glæpasögur?“
Það myndaðist stemning fyrir glæpasögur Ævar Örn Jósepsson segir að fólk hafi farið að trúa því að hægt væri að skrifa íslenskar glæpasögur sem væru nógu trúverðugar. Mynd: Golli

Hið íslenska glæpafélag var stofnað árið 1999 og er félagsskapur rithöfunda, þýðenda og fræðafólks sem hefur með einu eða öðru móti ræktað íslenskar glæpasögur. Á þessum árum hafa glæpasögur orðið álíka samofnar menningu samfélagsins og þorrablót, Eurovision og Þórbergur & Laxness.

En hvernig hófst þetta allt saman?

Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og fréttamaður, kann þá sögu – sem hann gerði skil í nýjasta Tímariti Máls og menningar. Hann segir: „Árið 1997, þegar Arnaldur gaf út sína fyrstu bók og líka Stella Blómkvist, þá höfðu komið út 34 glæpasögur á Íslandi – í fullri lengd, á bók. Þó að glæpasagan hafi verið til frá því á fyrri hluta nítjándu aldar fer hún ekki að ná alvöru vinsældum fyrr en langt er liðið á seinni helming aldarinnar. Þegar komið var fram yfir aldamótin 1900 var hún orðin mjög vinsæl um allan heim. Líka á Íslandi.“

Hann segir að hér hafi verið gefnar …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Í fréttum sjáum við endalausar glæpasögur. Þið þurfið að taka þetta saman og skrifa um þetta, með nöfnum þeirra sem eru að fremja þessi glæpaverk gagnvart þjóðinni. Mætti halda að þessir glæpamenn eigi ekki afkomendur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár