Skatturinn hefur árum saman kvartað undan því að geta illa sinnt eftirliti með styrkjum til nýsköpunar og talið að sumir sem fái þá styrki séu að telja almennan rekstrarkostnað fram sem rannsóknar- og þróunarkostnað, en ríkissjóður greiðir vel á annan tug milljarða króna í slíka styrki á ári.
Hann er ekki einn um að hafa áhyggjur af eftirlitinu með þessum miklu fjárútlátum. Bæði Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa deilt þeim og bent á að íslensk stjórnvöld þurfi að mæla árangur af þeim styrkjum sem þau eru að beina í þennan farveg á mun skýrari hátt en gert sé í dag.
Í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar segir Skatturinn að einn starfsmaður vinni almennt við að hafa umsjón með þessum málaflokki, að stofnunin hafi tekið alls 200 aðila sem fengið hafa nýsköpunarstyrki til frekari skoðunar og skrifað 43 fyrirspurnir vegna ýmissa atriða sem fram komu í skattframtölum þeirra …
Athugasemdir (5)