Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
Ánægð Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst sérstakri ánægju með fyrirkomulag nýsköpunastyrkja ríkissjóðs. Bjarni Benediktsson kallaði Ísland nýverið „draumaland nýsköpunarmanna“ í ræðu á þingi.

Skatturinn hefur árum saman kvartað undan því að geta illa sinnt eftirliti með styrkjum til nýsköpunar og talið að sumir sem fái þá styrki séu að telja almennan rekstrarkostnað fram sem rannsóknar- og þróunarkostnað, en ríkissjóður greiðir vel á annan tug milljarða króna í slíka styrki á ári. 

Hann er ekki einn um að hafa áhyggjur af eftirlitinu með þessum miklu fjárútlátum. Bæði Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa deilt þeim og bent á að íslensk stjórnvöld þurfi að mæla árangur af þeim styrkjum sem þau eru að beina í þennan farveg á mun skýrari hátt en gert sé í dag.

Í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar segir Skatturinn að einn starfsmaður vinni almennt við að hafa umsjón með þessum málaflokki, að stofnunin hafi tekið alls 200 aðila sem fengið hafa nýsköpunarstyrki til frekari skoðunar og skrifað 43 fyrirspurnir vegna ýmissa atriða sem fram komu í skattframtölum þeirra …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Andri Elvar Guðmundsson skrifaði
    Aðalmálið er að það er erfitt að greina á milli almenns rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna. Það sem Evrópusambandið gerir vegna langflestra sinna styrkja skilgreinir mun nákvæmar hvaða kostnaður er styrkhæfur/endurgreiðsluhæfur og krefst þess að óháður löggiltur endurskoðandi framkvæmi fyrirfram ákveðnar aðgerðir sem hannaðar eru af styrkveitanda til að staðfesta að ekki sé verið að blanda öðrum kostnaði styrkþega inn í umsóknina. Þannig er hægt að færa meirihluta kostnaðarins vegna eftirlitsins frá styrkveitanda til styrkþega. Síðan hefur endurskoðendaráð eftirlit með endurskoðendum skv. lögum.
    3
  • ÞÁ
    Þröstur Ásmundsson skrifaði
    Þessi leyndarhyggja þegar kemur að úthlutun fjármuna til fyrirtækja og "eftirlitið" með því er frjálshyuggjuklassík. Nú verða fulltrúar almennings á alþingi að heimta fullkomið gagnsæi og ekkert minna. Hér er líklega einn stór skandall í uppsiglingu!
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Þetta er barasta óráðsía í hvað skattpeningarnir fara það er ekki flóknara en það, græðgi á græðgi ofan og einkavinir sem fá að njóta skít með þá sem þurfa virkilega á því að halda , hvað með framkvæmdasjóð aldraða, hvar eru þeir peningar sem eru rukkaðir eftirá ólöglega, hvað með útvarpsgjaldið sem er rukkað eftirá ólöglega, í hvað far skattpeningar okkar, gengur ekkert að byggja þetta sjúkrahús sem virðist engan endi hafa bæði peningalega og byggingarlega, hvað með vegaerð um landið ,vegirnir eru að hrynja undan álagi og illa unnum vegum, nei óráðsían er yfirþyrmandi.
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það vekur meðal margra hluta í þessari ágætu grein furðu hversu eftirlit er bágborið, en þegar kemur að Tryggingastofnun og eða greiðslum til þeirra sem lægstu hafa styrkina er nóg til af eftirliti, þar eru rýnar sem finna minnstu skekkjur og láta bótaþega og skattgreiðendur vinsamlegast vita að viðkomandi skuldi stórbróður allt niður í t.d. Kr.31.-. Bara það að fyrirtæki sem greiði feitann arð skuli fá styrki hljómar einkennilega.
    1
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Jóhann, kannski ætti að skilyrða styrki á borð við þessa með að arðgreiðslur komi ekki til greina í einhvern tiltekinn tíma?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár