Við höldum kannski að það sé jöfnuður í heilsu á Íslandi, segir Alma Dagbjört Möller landlæknir en svo er því miður ekki, bætir hún við. Yfirvöld og samfélagið allt þurfi að hjálpast að við að bæta aðstæður þeirra sem minnst beri úr býtum því afleiðingar ójöfnuðar séu grafalvarlegar. „Fólk sem býr við efnahagslegan skort glímir frekar við langvinna sjúkdóma sem geta dregið verulega úr lífsgæðum og stytt líf þeirra.“
Sú staðreynd að heilsa þeirra sem eru fátæk sé verri en annarra sé ekki aðeins úrlausnarefni heilbrigðiskerfisins. „Stjórnvöld verða að setja það á oddinn að ná fram jöfnuði og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Því ójöfnuður kemur okkur öllum við.“
Ef ekkert sé að gert muni sífellt fleiri börn alast upp við ójöfnuð. Fátækt í bernsku geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks út allt lífið. Það geti þýtt að í nálægri framtíð fjölgi ótímabærum dauðsföllum af völdum …
Athugasemdir (1)