Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“

Meiri­hluti kenn­ara op­in­beru há­skól­anna vinn­ur lang­ar vinnu­vik­ur, á kvöld­in, um helg­ar og í frí­um. Kenn­ur­um hef­ur fjölg­að mun hæg­ar en nem­end­um og rann­sókn­um með þeim af­leið­ing­um að kenn­ar­arn­ir þurfa að „hlaupa hrað­ar og hlaupa á end­an­um á vegg“, eins og einn pró­fess­or orð­ar það.

Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“
Kári, Jens, Ragna og Sigrún hafa öll rannsakað kjör og líðan starfsfólks háskólanna með einum eða öðrum hætti. Mynd: Golli

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, tók símtalið frá blaðamanni í hádegishléinu sínu. Hún var með salat við höndina sem hún rétt náði að byrja á áður en síminn hringdi.

„Þetta er eini tíminn sem ég hef í dag,“ sagði Sigrún, létt í bragði þrátt fyrir allt. Staðan – að Sigrún sinni vinnu á tíma þar sem hún á í raun að vera í hléi – er lýsandi fyrir veruleika akademískra starfsmanna sem flestir vinna langar vinnuvikur og mikið utan vinnutíma – á kvöldin, um helgar, í fríum.

Nemendum opinberu háskólanna fjölgaði um rúm 8% og  rannsóknum um 37% frá árinu 2015 til ársins 2022 á meðan akademískum starfsmönnum fjölgaði mun minna – um 3,5%, samkvæmt niðurstöðum Kára Kristinssonar, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ. Fleiri þættir – eins og aukin áhersla á símat, flóknari umsjónarkerfi og aukin krafa um rannsóknarvirkni og samfélagsþátttöku – hafa leitt …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár