Hún blasir við í eldhúsglugganum, tignarleg bananaplantan, alveg frá gólfi og upp í loft, þegar komið er fyrir hornið í Furubyggð í Mosfellsbæ. Þar býr Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir, plöntuáhugakona og kennari, sem er að æfa sig í að hætta að vinna.
Áslaug er með græna fingur, á því leikur enginn vafi. Hoya er uppáhaldsplantan hennar, hún á ellefu slíkar, friðarliljan hennar hefur skartað níu blómum samtímis, aloe vera kaktusinn blómstraði fjórum sinnum í fyrra og hún ræktar brómber, hindber og alls konar annað góðgæti í gróðurhúsinu. Og nú hefur bananaplantan hennar borið ávöxt. Bananaplantan er einmitt kveikjan að heimsókn blaðakonu í Mosfellsbæinn.
„Vinkona mín kom með hana, pínulitla, lófastóra, innsiglaða og moldarlausa, frá Tenerife, ætli það séu ekki svona átta eða níu ár síðan,“ segir Áslaug sem leiðir blaðakonu beint að „dótturinni“ eins og hún kallar bananaplöntuna. Það var nefnilega móðirin sem Áslaug eignaðist fyrst. „Hún varð alveg gríðarlega stór, …
Athugasemdir (1)