Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Þrjár kynslóðir bananaplantna í Mosfellsbænum

„Mold er gull,“ seg­ir Áslaug Kir­stín Ás­geirs­dótt­ir, sem fær ótrú­leg­ustu plönt­ur til að blómstra. Fyr­ir níu ár­um fékk hún lófa­stóra ban­ana­plöntu að gjöf frá Teneri­fe. Í vet­ur bar hún ávöxt – tíu góm­sæta ban­ana. Áslaug er með græna fing­ur og stór­an hluta árs­ins rækt­ar hún allt sitt græn­meti og ávexti sjálf.

Hún blasir við í eldhúsglugganum, tignarleg bananaplantan, alveg frá gólfi og upp í loft, þegar komið er fyrir hornið í Furubyggð í Mosfellsbæ. Þar býr Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir, plöntuáhugakona og kennari, sem er að æfa sig í að hætta að vinna. 

Áslaug er með græna fingur, á því leikur enginn vafi. Hoya er uppáhaldsplantan hennar, hún á ellefu slíkar, friðarliljan hennar hefur skartað níu blómum samtímis, aloe vera kaktusinn blómstraði fjórum sinnum í fyrra og hún ræktar brómber, hindber og alls konar annað góðgæti í gróðurhúsinu. Og nú hefur bananaplantan hennar borið ávöxt. Bananaplantan er einmitt kveikjan að heimsókn blaðakonu í Mosfellsbæinn. 

„Vinkona mín kom með hana, pínulitla, lófastóra, innsiglaða og moldarlausa, frá Tenerife, ætli það séu ekki svona átta eða níu ár síðan,“ segir Áslaug sem leiðir blaðakonu beint að „dótturinni“ eins og hún kallar bananaplöntuna. Það var nefnilega móðirin sem Áslaug eignaðist fyrst. „Hún varð alveg gríðarlega stór, …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár