Þegar Zahra Mesbah, íslenskur ríkisborgari sem kom hingað sem kvótaflóttakona frá Afganistan fyrir 11 árum síðan, les neikvæðar athugasemdir um innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur á samfélagsmiðlum finnur hún til depurðar. Hún veit hvernig það er að koma til óþekkts lands, þurfa að læra nýtt tungumál frá grunni, reyna að eignast nýja vini og mæta augngotum fólks sem er ekki vant að sjá konur með höfuðslæður.
„Ég er íslensk og mig langar að segja eitthvað en ég þori því ekki því ég er hrædd við að fólk ráðist að mér, segi mér að ég sé múslimi og eigi að fara burt,“ segir Zahra um athugasemdir á samfélagsmiðlum. „Ég hugsa um það í heilan dag en þori ekki að segja neitt.“
Neikvæðar athugasemdir um flóttafólk og hælisleitendur sem hrönnuðust inn við færslu utanríkisráðherra um flóttamenn í síðustu viku urðu henni ekki til bjartsýni. Hún sér fordóma víðar nú en áður og …
Athugasemdir (2)